SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir 8. nóvember 2024

ALDAMÓTAUPPGJÖR - Um Guð leitar að Salóme

Vert er að rifja upp góða og frekar nýlega bók, Guð leitar að Salóme (2021) eftir Júlíönu M. Einarsdóttur.

Þetta er margslungin saga um sársauka og skömm, örlög og erfið samskipti. Sögutíminn er heillandi; um aldamótin síðustu voru samfestingar í tísku, geisladiskar seldir í Skífunni, Myndbönd mánaðarins komu út, stuðið var á Astró, Kóklestin brunaði og BT músin brá á leik. Sögusviðið er sömuleiðis heillandi; þorpið með slúðri og smásálum.

Ef þú hefur ekki lesið bókina er ráð að gera það hið fyrsta. Sérstaklega þurfa Skagamenn að lesa þessa bók. Þetta er ástar- og raunasaga úr rammíslenskum aldamótaveruleika, en það er tímabil sem við viljum helst ekki þurfa að rifja upp.

 Bókin er að auki mjög smart, í fjólubláu bandi prýdd grænum glugga með mynd af rúllustiga.

 

 

 

Tengt efni