SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Júlía Margrét Einarsdóttir

Júlía Margrét Einarsdóttir er rithöfundur og kattaeigandi, fædd árið 1987 og uppalin í Hlíðunum.

Hún lauk BA prófi í heimspeki við Háskóla Íslands, MA-gráðu í rit­list frá Há­skóla Íslands og MFA-gráðu í hand­rita­gerð frá New York Film Aca­demy.

Júlía Margrét hefur skrifað og gefið út fjölmargar smásögur, örnóvellu hjá Partus press og gegnt hlutverki Hinsegin skálds hinsegindaga 2015. Þá hefur hún sent frá sér nóvellu og ljóðabók og sló eft­ir­minni­lega í gegn með sinni fyrstu skáld­sögu, Drottn­ing­unni á Júpíter (2018).

Sam­hliða skrif­um starfar Júlía við menn­ing­ar­blaðamennsku og dag­skrár­gerð.


Ritaskrá

  • 2025  Dúkkuverksmiðjan
  • 2021  Guð leitar að Salóme
  • 2018  Drottningin á Júpíter – Absúrdleikhús Lilla Löve
  • 2018  Jarðarberjatungl
  • 2016  Grandagallerí – skýin á milli okkar
  • 2015  Skálmöld, leikgerð fyrir verk sett upp í Landnámssetrinu

 

 

 

Verðlaun og viðurkenningar

  • 2015 Nýræktarstyrkur frá Miðstöð íslenskra bókmennta

Tengt efni