SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Júlía Margrét Einarsdóttir

JJúlía Margrét Einarsdóttir er rithöfundur og kattaeigandi, fædd árið 1987 og uppalin í Hlíðunum.

Hún lauk BA prófi í heimspeki við Háskóla Íslands, MA-gráðu í rit­list frá Há­skóla Íslands og MFA-gráðu í hand­rita­gerð frá New York Film Aca­demy.

Júlía hefur skrifað og gefið út fjölmargar smásögur, örnóvellu hjá Partus press og gegnt hlutverki Hinsegin skálds hinsegindaga 2015. Hún hef­ur áður sent frá sér nóvellu og ljóðabók og sló eft­ir­minni­lega í gegn með sinni fyrstu skáld­sögu, Drottn­ing­unni á Júpíter (2018).

Sam­hliða skrif­um starfar Júlía við menn­ing­ar­blaðamennsku og dag­skrár­gerð.


Ritaskrá

  • 2021  Guð leitar að Salóme
  • 2018  Drottningin á Júpíter – Absúrdleikhús Lilla Löve
  • 2018  Jarðarberjatungl
  • 2016  Grandagallerí – skýin á milli okkar
  • 2015  Skálmöld, leikgerð fyrir verk sett upp í Landnámssetrinu

 

 

 

Verðlaun og viðurkenningar

  • 2015 Nýræktarstyrkur frá Miðstöð íslenskra bókmennta

Tengt efni