SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Soffía Auður Birgisdóttir 9. desember 2024

HILDUR KNÚTS SLÆR Í GEGN Í BANDARÍKJUNUM

 

Þær fréttir voru að berast að ensk þýðing á bók Hildar Knútsdóttur, Myrkrið milli stjarnanna, hafi verið valin meðal tíu bestu hrollvekju ársins í Bandaríkjunum. Og einnig að búið sé að kaupa kvikmyndaréttinn af sögunni.

Enska þýðingin ber titilinn The Night Guest og það er Mary Robinette Kowal sem þýðir, en hún er sjálf verðlaunaður höfundur og skrifar innan vísindasagna- og fantasíusviðsins. Hún hefur að öllum líkindum lært íslensku þegar hún starfaði hér á landi við Lata-bæjar þáttagerð.

Þetta er fyrsta enska þýðingin á bók eftir Hildi en verk hennar hafa verið þýdd á önnur tungumál. Það er ekki létt að komast inn á enskumælandi bókamarkað en vonandi á þessi árangur eftir að opna greiðari leið fyrir Hildi og fleiri höfunda.

 

Við óskum Hildi Knútsdóttur til hamingju með þessa velgengni en viðtal við hana má lesa á vef Ríkisútvarpsins.

 

 

Tengt efni