KRISTÍN GEIRSDÓTTIR KOMIN Í SKÁLDATALIÐ
Í þættinum BROT ÚR MORGINVAKTINNI (föstudaginn 14. febrúar 2024) var viðtal við prófessor Guðna Jóhannesson um hátíðarfyrirlestur sem hann hélt á aðalfundi Vina Árnastofnunar í vikunni um sagnaarfinn og sannleiksgildi Íslendingasaga. Þar sagði hann meðal annars frá deilum lærðra og leikra um þetta mál, sem Guðni kallaði "stóru spurninguna" um þetta mál - átök sagnfestumanna og bókfestumanna.
Í viðtalinu vék Guðni meðal annars að Helga, bónda á Hrafnkelsstöðum, sem var bæði "ritfær" og "höfðingjadjarfur" og hikaði ekki við segja fræðimönnum til syndanna og kallaði þá "landráðamenn" og "háskólagengna hálfvita" þegar þeir fóru að efast um sannleiksgildi Íslendingasagna.
En íslensk kona úr hópi alþýðufræðimanna lét einnig aldeilis á sé kveða á þessu sviði, með þremur merkum greinum sem hún skrifaði í Skírni 1979, 1990 og 1995. Þetta var Kristín Geirsdóttir frá Hringanesi á Tjörnesi, Kristin var þó ekki "höfðingjadjörf" og baðst margfaldlega afsökunar á að vera að hætta sér inn á þetta svið. En hún var rökföst og afar ritfær. Af af þessu tilefni birtum við grein um þessi skrif Kristínar, sem og höfum sett færslu um hana í Skáldatalið.