NÝ BÓK EFTIR TUTTUGU ÁR
Birgitta H. Halldórsdóttir hefur sent frá sér nýja skáldsögu á Storytel, Undir óskasólu. Þetta er fyrsta nýja bók Birgittu í tuttugu ár, sjálfstætt framhald sögunnar Dætur regnbogans, sem kom út 1992.
Allt heimsins ólán virðist dynja á Grundarhreppi þetta sumarið. Vinnukona finnst myrt á hrottalegan hátt og ungbarn kemur í heiminn. Halldóra vitra og vinkona hennar Margrét hafa fingur í máli við að reyna að komast að hinu sanna. Hver framdi voðaverkið? Hvaðan kemur barnið? Á sama tíma kynnast dætur þeirra, María og Pálína, lífinu og ástinni og þurfa að halda sér á floti í lífsins ólgusjó.
Birgitta H. Halldórsdóttir skipar sér enn á ný í hóp ástsælustu skáldsagnahöfunda Íslands en bækur hennar hafa haldið fjölda lesenda í greipum spennu og losta, ástar og örlaga áratugum saman, segir á vef Storytel.
Þann 9. mars nk verður haldin málstofa um verk Birgittu henni til heiðurs á vegum Hins íslenska glæpafélags. Öll velkomin, skráning á eyrun.osk@kopavogur.is (facebook-skráning dugar ekki).
