SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir27. febrúar 2025

ARMELÓ TILNEFND TIL BÓKMENNTAVERÐLAUNA NORÐURLANDARÁÐS

Nú liggja fyrir tilnefningar Íslands til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2025 en þær eru skáldsögurnar Armeló eftir Þórdísi Helgadóttur og Nátt­úru­lög­mál­in eft­ir Ei­rík Örn Norðdahl. 

Samtals eru 14 verk tilnefnd til verðlaun­anna en sam­eig­in­leg nor­ræn dóm­nefnd vel­ur vinn­ings­hafann. Það verður til­kynnt um hvaða verk ber sigur úr býtum 21. októ­ber og verða verðlaun­in af­hent viku síðar í Stokkhólmi. Verðlauna­haf­inn hlýt­ur verðlauna­grip­ ásamt 300 þúsund dönskum krón­um sem eru rúm­ar 5,8 millj­ón­ir ís­lenskra króna.

Íslensku dóm­nefnd­ina skipa Kristján Jó­hann Jóns­son, Silja Björk Huldu­dótt­ir og Soffía Auður Birg­is­dótt­ir, sem er varamaður. Umsögn hennar um Armeló er eftirfarandi:

 

Í skáld­sög­unni Armeló býður Þór­dís Helga­dótt­ir les­end­um í óvenju­legt ferðalag sem er í senn seiðandi, marg­slungið og spenn­andi. Verkið hverf­ist um konu sem veit fátt verra en að ferðast. Í upp­hafi bók­ar er Elf­ur engu að síður stödd í smá­bæ á meg­in­landi Evr­ópu í miðri hita­bylgju að sum­ar­lagi ásamt Birgi, eig­in­manni sín­um.

Þegar Birg­ir hverf­ur skyndi­lega ásamt öll­um far­angri þeirra hjóna og bíln­um sem þau ferðuðust í eru góð ráð dýr. Fram til þessa hef­ur fram­taksleysi ein­kennt líf Elf­ar, en þess­ar und­ar­legu kring­um­stæður neyða hana til at­hafna og fyrr en var­ir held­ur hún fót­gang­andi beint af aug­um út í skóg í nokk­urs kon­ar píla­gríms­ferð án þess að vita hvar hún muni að lok­um enda. Við tek­ur marglaga för á mörk­um fant­as­íu og raun­sæ­is þar sem höf­und­ur nýt­ir sér dul­speki, gó­lem- og tvífaram­innið með skap­andi og fersk­um hætti til þess meðal ann­ars að beina sjón­um að þeim áskor­un­um sem við stönd­um frammi fyr­ir í sam­tím­an­um.

Við sögu kem­ur ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tækið Nanor­et sem hef­ur það að mark­miði að út­rýma öll­um augn­sjúk­dóm­um heims­ins og nýt­ir slag­orðið „seeing cle­ar­ly“ eða skýr sýn. En hvað felst í því að sjá skýrt og hvernig tengj­ast stoln­ar augn­himn­ur áform­um for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins? Hvað ger­um við þegar sann­leik­ur­inn leyn­ist und­ir yf­ir­borðinu og mögu­lega úr aug­sýn? Hvernig tækl­um við það þegar sann­leik­ur­inn blekk­ir og blekk­ing­in virk­ar raun­veru­legri en veru­leik­inn? Og hvernig nálg­umst við sann­leik­ann í heimi þar sem of­gnótt upp­lýs­inga vill­ir okk­ur svo auðveld­lega sýn? Hvenær þekkj­um við raun­veru­lega aðra mann­eskju, nú eða okk­ur sjálf? Til­vist­ar­leg­ar og frum­speki­leg­ar spurn­ing­ar á borð við þess­ar eru áber­andi í Armeló og bland­ast með kraft­mikl­um hætti sam­an við vanga­velt­ur um per­sónu­leika, sjálfs­vit­und og ímynd­ar­sköp­un. Í skáld­sög­unni tekst höf­und­ur einnig á heill­andi hátt á við áleitn­ar spurn­ing­ar um sam­kennd og svik.

Þór­dís býður les­end­um upp í tryllt­an dans og þeyt­ir þeim í ótelj­andi hringi þar sem hún ögr­ar skynj­un­inni með óvænt­um rang­öl­um, ólíku sjón­ar­horna mis­mun­andi sögu­per­sóna, skemmti­legu tímaflakki og fjöl­skrúðugu per­sónugalle­ríi. Í bland við góðan húm­or, ljóðræn­an stíl, yf­ir­nátt­úru­lega fléttu og sterkt mynd­mál skap­ar Þór­dís ein­stak­lega hríf­andi rúss­íbanareið fyr­ir for­vitna og hug­rakka les­end­ur.

 

Tengt efni