SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Þórdís Helgadóttir

Þórdís Helgadóttir fæddist í Reykjavík árið 1981.

Þórdís er menntuð í heimspeki, ritlist og ritstjórn við Háskóla Íslands, Rutgers háskóla og Háskólann í Bologna. Hún hlaut Fulbright-styrk til doktorsnáms í heimspeki en hefur lengst starfað sem texta- og hugmyndasmiður á auglýsingastofu og við ritstörf af ýmsu tagi.

Þórdís er í rithöfundakollektífinu Svikaskáld sem hefur gerið út nokkur verk saman.

Smásaga Þórdísar Út á milli rimlanna kom út hjá Partus Press 2016.

Fyrirlestrasafnið Veit efnið af andanum?, sem Þórdís ritstýrði ásamt Steinari Erni Atlasyni, kom út hjá Háskólaútgáfunni árið 2009.

Smásagnasafn Þórdísar Keisaramörgæsir kom út árið 2018 og hlaut mjög góða dóma hjá gagnrýnendum, sem og ljóðabók hennar Tanntaka sem kom út 2021 og hlaut tilnefningu til ljóðabókverðlaunanna Maístjörnunnar og Fjöruverðlaunanna, bókmenntaverðlaun kvenna.

Leikrit Þórdísar Þensla var sett á svið í Borgarleikhúsinu 2019 og veturinn 2019-2020 starfaði Þórdís leikskáld Borgarleikhússins.

Sumarið 2022 var Þórdís gestarithöfundur Prag, bókmenntaborgar UNESCO.

Sögur, ljóð, esseyjur og þýðingar eftir Þórdísi hafa birst víða, meðal annars í Tímariti Máls og menningar, Iceland Review, Michigan Quarterly Review MIXTAPE, Starafugli, Skíðblaðni, Són, Stúdentablaðinu, Öldu, Jólabókum Blekfjelagsins, Words Without Borders og víðar.

 


Ritaskrá

 • 2023  Armeló
 • 2021  Tanntaka
 • 2021  Olía (með Svikaskáldum)
 • 2019  Nú sker ég netin mín (með Svikaskáldum)
 • 2019  Þensla (leikrit)
 • 2018  Keisaramörgæsir
 • 2017  Ég er ekki að rétta upp hönd. Ljóðverk (með Svikaskáldum)
 • 2016  Út á milli rimlanna

 

Verðlaun og viðurkenningar

 • 2021  Ljóðstafur Jóns úr Vör fyrir ljóðið Fasaskipti
 • 2018  Þriðju verðlaun í smásagnasamkeppni Stúdentablaðsins 
 • 2017  Starfsstyrkur Rithöfundasambands Íslands
 • 2017  Önnur verðlaun í smásagnasamkeppni Stúdentablaðsins

 

Tilnefningar

 • 2022  Til Maístjörnunnar fyrir Tanntöku
 • 2021  Til Fjöruverðlaunanna fyrir Tanntöku
 • 2021  Til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Olíu (höfundarverk 6 Svikaskálda)

 

 

Heimasíða

thordishelgadottir.wordpress.com

Tengt efni