Steinunn Inga Óttarsdóttir∙27. apríl 2025
TAKTU FRÁ SUNNUDAGINN 18. MAÍ
Þóra Jónsdóttir ljóðskáld varð 100 ára þann 17. janúar síðastliðinn. Í tilefni af aldarafmælinu og KVENNAÁRI 2025 vill við í ritstjórn skáld.is heiðra Þóru með ljóðadagskrá þar sem lesin verða ljóð hennar og annarra.
Við skorum á skáldkonur og ljóðaunnendur að fjölmenna í Gunnarshús, sunnudaginn 18. maí kl 14 og taka þátt í tveggja tíma ljóðalestri.
Boðið verður upp á snarpheitt kaffi og nýbakaðar vöfflur. Öllum velkomið að lesa upp ljóð fyrir viðstadda - eftir Þóru eða sín eigin.
Viðburðurinn er í samstarfi við framkvæmdastjórn Kvennaársins 2025.
Sjáumst!