Magnea Þuríður Ingvarsdóttir∙11. ágúst 2025
HALLA EYJÓLFSDÓTTIR FÆDD 11. ÁGÚST 1866
Ljóð dagsins er eftir Höllu Eyjólfsdóttur frá Laugabóli. Þegar ljóðið er lesið reikar hugurinn aftur um aldir. Hrollur hríslast um líkamann og sorgin verður þung eins og heilt bjarg sem fjallið hefur kastað frá sér. Þannig yrkja snillingar. Við sem lesum finnum til með henni gömlu Möngu sem missti son sinn ungan og undi hvergi hvíldar eftir það.
FörukonanSundurtættir tötrar hangatil og frá um líkamann; -alein þannig út réð gangaauminginn hún gamla Manga; -Lítill sonur, augnayndi,áður brosti mömmu við;þá fanst henni leika´ í lyndilífið, unz hann hvarf í skyndi;eftir það hún fann ei frið.Köld og bitur sorgin svartasjónum hennar blasti við.Förukonu friðlaust hjartafyrir engum hafði´ að kvarta.Líknar sýndust lokuð hlið.Bára mild að bergi háubað sinn faðm og hvíldarstað;að eins þetta eina sáuaugun þreyttu, djúpu, bláu,er drengir forðum dáðust að.Loksins er þá líknin fengin,legurúm við fjörustein.Hennar fögnuð efar enginn,er hún hittir litla drenginn;þá verður hún aldrei ein.Friðsæl munu fylgjast bæðifagurt yfir sólarhvel,ánægð saman una´ í næði,æðsu náðar þiggja gæði.Förukonan ! Farðu vel.
Halla fæddist þennan dag árið 1866.