SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Soffía Auður Birgisdóttir 4. október 2025

NANNA RÖGNVALDARDÓTTIR MEÐ TVÆR NÝJAR BÆKUR

Nanna Rögnvaldardóttir sendir frá sér tvær bækur þetta haustið. Nýkomin er út skáldsagan Mín er hefndin sem er sjálfstætt framhald að Þegar sannleikurinn sefur, sem kom út í fyrra.

 

Í kynningu útgefanda segir:

 

 

 

Þegar Bergþóra í Hvömmum finnur lík á víðavangi sér hún strax að maðurinn hefur verið myrtur. Hún veit að ýmsir báru heiftarhug til hans eftir réttarhöld þar sem blásnauðir einstaklingar hlutu þungar refsingar fyrir litlar sakir. Margir eiga harma að hefna og fleiri gætu verið í hættu. 

 

 

 

 

Þá sendir Nanna einnig frá sér barnabókina Flóttinn á norðurhjarann, sem hún hlaut Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur fyrir 4. september síðastliðinn.

 

Bókin fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

 

Við óskum Nönnu til hamingju með bækurnar tvær!

 

Tengt efni