SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir 4. september 2025

NANNA RÖGNVALDARDÓTTIR HLÝTUR BARNABÓKAVERÐLAUN GUÐRÚNAR HELGADÓTTUR

Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur komu að þessu sinni í hlut Nönnu Rögn­vald­ar­dótt­ur fyr­ir hand­rit að bók­inni Flótt­inn á norður­hjar­ann.

Heiða Björg Hilm­is­dótt­ir, borg­ar­stjóri, af­henti verðlaun­in í Höfða fyrr í dag en þau eru veitt árlega fyrir óprentað handrit að barna- eða ungmennabók. Alls barst 71 handrit í keppnina og kemur bók Nönnu út hjá Forlaginu í næsta mánuði.

Í dómnefnd sátu Þor­geir Ólafs­son, Ragn­heiður Gests­dótt­ir og Jónella Sig­ur­jóns­dótt­ir.  Í um­sögn henn­ar seg­ir meðal ann­ars: 

Þrátt fyr­ir að Flótt­inn á norður­hjar­ann ger­ist fyr­ir löngu síðan hef­ur sag­an sterka sam­fé­lags­lega teng­ingu við nú­tím­ann. Stúlk­an og móðir henn­ar eru á flótta, það hafa orðið skelfi­leg­ar nátt­úru­ham­far­ir og hung­urs­neyð í kjöl­far þeirra og það reyn­ir á hvernig tekið er á móti flótta­fólki. Sag­an er engu að síður fal­leg og hug­ljúf á köfl­um og lýs­ir góðum og slæm­um eig­in­leik­um í fari fólks.

Dóm­nefnd­in tel­ur að Flótt­inn á norður­hjar­ann falli börn­um frá 10 ára aldri vel í geð og veiti þeim lestr­ar­ánægju auk þess að veita þeim inn­sýn í líf okk­ar hér á landi fyrr á tím­um. Eng­in leið er jafn áhrifa­rík til að setja sig í spor annarra og sú að lifa sig inn í góða sögu og fátt hef­ur verið um sögu­leg­ar skáld­sög­ur ætlaðar börn­um og ung­ling­um, sög­ur sem fá fortíðina til að lifna við.

 

Nanna hefur áður sent frá sér matreiðslubækur og skáldsögur ætlaðar fullorðnum en þetta er hennar fyrsta barnabók.

Skáld.is óskar Nönnu innilega til hamingju.

 

Myndin er fengin af síðu Miðstöðvar íslenskra bókmennta.