SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Nanna Rögnvaldardóttir

Nanna Rögnvaldardóttir fæddist 20. mars 1957 og ólst upp í Skagafirði.

Nanna varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1977 og stundaði síðan nám í sagnfræði við Háskóla Íslands um tíma. Hún hefur starfað við bóka- og tímaritaútgáfu frá 1986, lengst af hjá Iðunni og Forlaginu við ritstjórn bóka.

Nanna hefur sent frá sér um 25 matreiðslubækur og bækur um mat, auk annarra bóka, og tók sjálf ljósmyndir fyrir allar bækur sínar frá 2012. 

Fyrsta bók Nönnu um mat var alfræðibókin Matarást sem var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræðirita og hlaut viðurkenningu Hagþenkis, sem og viðurkenningu bókasafnsfræðinga sem besta uppflettiritið. Nanna hefur einnig skrifað bækur um íslenska matargerð á ensku og þýtt fjölda bóka. Hún er þekkt hérlendis sem erlendis fyrir yfirgripsmikla þekkingu á mat og íslenskri matarsögu og hefur haldið erindi á ýmsum ráðstefnum og skrifað um mat í blöð og tímarit.

Nanna er með heimasíðu sem kallast Konan sem kyndir ofinn sinn. Þar er fjöldi mataruppskrifta sem fylgja skemmtilegar færslur frá Nönnu.

 


Ritaskrá

  • 2024  Þegar sannleikurinn sefur (skáldsaga)
  • 2023  Valskan (skáldsaga)
  • 2022  Countdown to Christmas: festive Icelandic recipes and lore
  • 2021  Borð fyrir tvo: allan ársins hring
  • 2018  Beint í ofninn: heimilismatur og hugmyndir
  • 2017  Pottur, panna og Nanna
  • 2016  Eitthvað ofan á brauð
  • 2016  Létt og litríkt
  • 2015  Sætmeti án sykurs og sætuefna
  • 2015  Ömmumatur Nönnu
  • 2014  Icelandic Food and Cookery, endurskoðuð (íslensk) útgáfa
  • 2014  Does Anyone Actually Eat This?
  • 2013  Kjúklingaréttir Nönnu
  • 2012  Múffur í hvert mál
  • 2011  Jólamatur Nönnu
  • 2010  Smáréttir Nönnu
  • 2009  Maturinn hennar Nönnu
  • 2008  Af bestu lyst 3
  • 2007  Maturinn okkar: sígildir íslenskir réttir
  • 2005  Lambakjöt
  • 2005  Jólahefðir
  • 2004  Cool Cuisine: traditional Icelandic cuisine
  • 2004  Cool Dishes: traditional Icelandic cuisine
  • 2002  Icelandic Food and Cookery, bandarísk útgáfa
  • 2001  Matreiðslubók Nönnu
  • 1998  Matarást: alfræðibók um mat og matargerð
  • 1991  Skilmálarnir hennar Maríu
  • 1991  Heiðar eins og hann er
  • 1989  Ævi mín og sagan sem ekki mátti segja

 

Verðlaun og viðurkenningar

  • 1998  Viðurkenning Hagþenkis fyrir Matarást.
  • 1998  Viðurkenning bókasafnsfræðinga fyrir besta uppflettiritið, Matarást.

 

Tilnefningar

  • 1998  til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræðirita fyrir Matarást.

 

Heimasíða

https://nannarognvaldar.com/

Tengt efni