SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir25. nóvember 2025

VILTU KVITTUN?

Það kenndi ýmissa grasa (les: trjáa) á Bókahátíðinni í Hörpu sem er tiltölulega nýafstaðin. Þar stóðu skáldin keik með sín nýjustu verk og leit fallegt rýmið í höllinni út eins og girnilegur nammibar. 
 
Þarna var sumsé margt spennandi á boðstólum en óhætt er að segja að eitt verk hafi skorið sig nokkuð úr, í miðju bókahafinu. Á einum básnum bauðst nefnilega að kaupa ljóð í metravís! Fyrir þessum gjörningi stóðu tvær skáldkonur Guðrún Brjánsdóttir og Elín Edda Þorsteinsdóttir með verk sín Gakk og Tími til neins. Meterinn aðeins á 750 krónur.
 
Um verkin segir svo:
 
Tími til neins eftir Elínu Eddu: Tími flytur fólk og hluti á staði. Stillir okkur upp við vegg. Stillir og ruglar til skiptis. Umhverfið fylgir tímanum taktfast en sumt færist ekki með. Tíminn er útsettur fyrir ólæknandi fjarlægð. Tíminn er útsettur fyrir ólæknandi nálægð.
 
Gakk eftir Guðrúnu Brjánsdóttur: Gakktu leiðina þangað til þú greinir hana ekki lengur. Þræddu götur, misilla upplýstar, að ómerktum landamærum. Reynsluheimur er landslag, atburðir eru landslagsarkitektar. Gakktu með minningar í vasanum, mættu kvíðanum, mættu hugsunum, þinn farveg.
 
Sjá má aðfarirnar hér, við prentun bóka: