Ritstjórn∙ 8. janúar 2026
GUÐRÚN HANNESDÓTTIR HLÝTUR VIÐURKENNINGU ÚR RITHÖFUNDASJÓÐI RUV

Í dag hlaut Guðrún Hannesdóttir ljóðskáld verðskuldaða viðurkenningu úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins og sendum við henni hjartanlegar hamingjuóskir.
Af þessu tilefni birtum við ritdóm Steinunnar Ingu Óttarsdóttur um Ljóðasafn Guðrúnar sem kom út á síðasta ári. Ljóðasafnið hefur að geyma allar tíu útgefnu bækur Guðrúnar til þessa: fléttur (2007), staðir (2010), teikn (2012), slitur úr orðabók fugla (2014), humátt (2015), skin (2016), þessa heims (2018), spegilsjónir (2020), fingramál (2022) og kallfæri (2024) og er glæsilega úr garði gert af hendi bókaútgáfunnar Dimmu.
Hér á vefnum má finna ritdóma um einstaka ljóðabækur hennar og viðtal við skáldkonuna, auk færslu um Guðrúnu í Skáldatalinu.


