Steinunn Inga Óttarsdóttir∙10. október 2020
ALLA LEIÐ - Um Aprílsólarkulda
„Þegar Elísabet Jökulsdóttir býður lesendum með í innra ferðalag gildir miðinn alla leið“ segir á kápu Aprílsólarkulda, nýrrar skáldsögu þessa magnaða höfundar. Elísabet hefur skrifað margvíslegan skáldskap í yfir 30 ár, staðnar aldrei og kemur alltaf á óvart.
Rýnt er í nýjustu bók hennar hér á vefnum í grein sem heitir Þegar ekkert breytist. Í bókinni er lýst sárum tilfinningum og erfiðum þroska unglingsstúlku, dóttur skáldsins fræga sem allir þóttust þekkja.