SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir23. mars 2022

RAGNHEIÐUR HLAUT BLÓÐDROPANN 2022

Blóðdropinn, hin íslensku glæpasagnaverðlaun voru afhent í dag en þau voru veitt í fyrsta sinn haustið 2007. Verðlaunabókin er framlag Íslands til Glerlykilsins, norrænu glæpasagnaverðlaunanna.

 

Sigurvegarinn í ár er Ragnheiður Gestsdóttir, fyrir Farangur.

 
Um bókina
 
Ylfa stendur á brautarpallinum, loksins búin að gera upp hug sinn. Hún verður að komast burt. Undir eins, áður en hann vaknar. Lestin, sem er væntanleg á hverri stundu, mun bera hana fyrsta áfangann á leiðinni heim. Heim í öryggið á Íslandi. Ekkert má koma í veg fyrir að hún komist af stað. Ekki einu sinni þessi óvænti farangur sem hún fær í fangið.
 

Ragnheiður hefur skrifað bækur frá 1986 og hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar.

 

Innilegar hamingjuóskir frá skáld.is!

 
 
 
 
 

Fimm glæpasögur voru tilnefndar til verðlaunanna:

 

Lilja Sigurðardóttir: Náhvít jörð

 

Ragnheiður Gestsdóttir: Farangur

 

Stefán Máni: Horfnar

 

Yrsa Sigurðardóttir: Lok, lok og læs

 

Þórarinn Leifsson: Út að drepa túrista

 
 
 

 

Tengt efni