SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Soffía Auður Birgisdóttir17. janúar 2025

HJÖRÐIN eftir Þóru Jónsdóttur

 
 
HJÖRÐIN
 
Þegar haustar
er til einskis að hlakka
fyrir þann
sem ekki heimtir 
hjörð af fjalli
 
Eigi gengur hann
í vetrarveðrum
við fé á heiðinni
gefur á garðann
og leitar uppi
týndan sauð
eða brýtur hjörð sinni vök
í jarðleysum
og sér fram á heyskort
á útmánuðum
 
Þegar fellirinn kemur
á hann enga skepnu að missa
 

(Úr ljóðabókinni Leit að tjaldstæði eftir Þóru Jónsdóttur, 1973)

 

Tengt efni