SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Soffía Auður Birgisdóttir17. ágúst 2025

ALDARAFMÆLI ÁSTARSÖGUHÖFUNDAR

Í dag, 17. ágúst 2025, eru 100 ár síðan Ingibjörg Sigurðardóttir fæddist að Króki í Skagahreppi í Austur-Húnavatnssýslu.

Ingibjörg varð einn vinsælasti ástarsöguhöfundur á Íslandi á sjötta og sjöunda áratugnum og voru bækur hennar oft efstar á lista yfir útlán á bókasöfnum en bækur Halldórs Laxness í öðru sæti. Þetta kemur m.a. fram í lokaritgerð Völu Garðarsdóttur sem hún skrifaði við íslenskudeild Háskóla Íslands árið 2002 og hefur yfirskriftina Rauðir þræðir og vænar slaufur: Um ástarsöguna sem bókmenntagrein og þrjár skáldsögur Ingibjargar Sigurðardóttur.

 

Ingibjörg hóf ritferill sinn með því að birta framhaldssögur í tímaritinu Heima er bezt en þær voru síðar gefnar út á bók, sú fyrsta, Haukur læknir, kom út 1958 og sló í gegn og á næsta ári, 1959, birtust hvorki meira né minna en þrjár sögur Ingibjargar á bókum. Áður en yfir lauk hafði Ingibjörg gefið út á fjórða tug bóka, þar af eina ljóðabók, þótt ástarsagan væri hennar helst vígi.

Vinsældir Ingibjargar fóru mjög fyrir brjóstið á ýmsum karlkyns gagnrýnendum og er orðið "kerlingarbækur" að öllum líkindum sprottið upp úr þeim pirringi.

 

Tengt efni