GUÐRÚN STEFÁNSDÓTTIR LJÓÐSKÁLD
Guðrún Stefánsdóttir frá Fagraskógi
Guðrún var menntakona sem lagði sitt af mörkum við að koma á framfæri kjörum kvenna. Hún stýrði tímariti í 27 ár sem fjallaði um konur og gaf þeim tækifæri til þess að láta rödd sína heyrast. Þar fengu þær að birta bæði ljóð og sögur og koma hugðarefnum sínum á framfæri.
Guðrún var fædd árið 1893 og tel ég hana vera eina af þeim skáldkonum sem lögðu sitt af mörkum til að breiða út þann boðskap sem feminískrar hugsjónir boðuðu hér á Íslandi og færði konum réttindi. En hvað er fyrsta bylgja feminískra hugsjóna og baráttu og hvenær hófst hún? Hér á eftir verður reifað lítillega um þessa baráttu sem upphófst fyrir aldamótin 1900. Hér verður notast við wikipediu og fleiri síður sem fjalla um baráttu kvenna málefninu til stuðnings.
Þessi grein er skrifuð með því markmiði að varpa ljósi á þær skáldkonur sem sannarlega voru að vinna að því að auka réttindi kvenna með ljóðum sínum.
Fyrsta bylgja feminískra hugsjóna.
Fyrsta bylgjan hófst á nítjándu öldinni og fyrstu ár eða áratugi þeirrar tuttugustu. Konur fóru í síauknum mæli að stunda vinnu til jafns á við karla en viðhorf samfélagsins til slíkrar vinnu var þó ekki í samræmi við það. Konur voru eign karlmannsins á þeim tíma, þær höfðu ekki kosningarétt, þær höfðu ekki jafnan rétt fyrir erfðum og þær fengu ekki sambærileg laun og karlar. Á Vesturlöndum skilaði þessi bylgja heilmiklum framförum og er nærtækt að nefna kosningaréttinn og önnur lagaleg réttindi í því samhengi.
Seint á 19. öld var Bríet Bjarnhéðinsdóttir áberandi sem leiðtogi íslenskrar kvenréttindabaráttu. Undir hennar forystu efndu konur til kvennaframboða og náðu góðum árangri í sveitarstjórnarkosningum í Reykjavík. Árið 1907 var Kvenréttindafélag Íslands stofnað á miklum umbrotatímum í sögu þjóðarinnar. Sunnudaginn 27. janúar 1907 komu saman nokkrar konur að Þingholtsstræti 18 í Reykjavík, heimili Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. Tilgangurinn var að ræða stofnun félags sem gengist fyrir ýmsum breytingum á löggjöf landsins sem snerti konur og börn og framkvæmd laganna, eða eins og segir í 2. gr. fyrstu laga félagsins: „að starfa að því að íslenskar konur fái fullt stjórnmálajafnrétti á við karlmenn, kosningarétt, kjörgengi svo og rétt til embætta og atvinnu með sömu skilyrðum og þeir“.
Fyrstu femínistarnir á Vesturlöndum á miðri nítjándu öld börðust fyrir auknu aðgengi kvenna að hinu opinbera sviði í formi borgaralegra réttinda. Kosningaréttur og menntun kvenna var í fyrirrúmi. Þessi fyrsta bylgja skiptist í borgaralegan og frjálslyndan femínisma. Krafan um aukin réttindi kvenna á opinberum vettvangi fól í sér kröfu um aukið sjálfstæði kvenna og frelsi til athafna til jafns við karla. Ekki var greint á milli kvenréttinda- og kvenfrelsisstefnu í þessum fyrstu skrefum femínismans.
Femínismi getur verið bæði fræðilegur og aðgerðastefna. Femínísk fræði rekja uppruna sinn til kvennabaráttunnar þar sem sameiginleg reynsla kvenna var sett í orð sem síðan urðu að þeim hugtökum sem mótuðu baráttumál kvenna og fræði femínista. Fræðilegur femínismi og aðgerðastefna hafa því frá upphafi haldist í hendur með það að markmiði að greina og gagnrýna kynjaða slagsíðu og misrétti á öllum sviðum samfélagsins. Takmarkið er að koma á jafnrétti.
Guðrún orti nokkuð af ljóðum en gaf aldrei út á bók en birti þau í tímaritum. Mörg ljóða hennar fjalla mörg á beinan hátt um kjör kvenna og líðan. Eitthvað sem skipti miklu máli á þeim umbrotatímum sem einkenndu aldamótin 1900. Konur kröfðust þess að fá að vera sýnilegar og benda á þær þrengingar sem líf þeirra hafa verið frá upphafi vega. Nú var komið nóg og ljóðakonur lögðu sitt af mörkum svo á þær væru hlustað. Allstaðar komu þær að lokuðum dyrum þegar þær sóttust eftir því að fá einhvern til þess að gefa út verk þeirra. Sumar brugðu á það ráð að yrkja undir dulnefni, eins og tildæmis Torfhildur Hólm, til þess eins að fá aðgang að útgáfu sem tryggði bæði sölu og dreifingu en eiginlegar allar þessar ljóðakonur fengu aldrei útgáfurétt á verkum sínum. Þær nýttu sér því aðrar leiðir, voru duglegar og framsýnar og stofnuðu sitt eigið tímarit sem fjallaði um verk kvenna og buðust birtingar á ljóðunum sínum.
Guðrún orti þetta ljóð um konur sem ekki máttu gleymast.
VÍÐAR ER GUÐ EN Í GÖRÐUMÞuríði formanni ei fataðist stjórn,Forðaði hún bátinn sjóum.Þóra dyggðuga færði fórní fátæktinni í Skógum.
- Er ragnlætið fyrir byggðir bar,
þá Bríet á næsta leiti varog orð hafði fyrir öðrum.sjá, víðar er Guð en í Görðum.Hundruðum saman hervæddumst þá,hvers konar vanda að létta.Áorka héldum miklu má,ef margar til hendi rétta.Kusum formenn að hugsa hátt,ef heima fyrir var risið lágtog umhyggja fráhverf öðrumþví víðar er Guð en í Görðum.Í kosningarréttinum sumir sjásætleik komandi daga.Menntun og kjörgengi kvenna mákolsvart ranglætið laga.
- Þó unnustinn meyjar glepji geð
góð var Bríet og Þuríður með.En Þóru við goðstall gjörðum!svo víðar er Guð en í Görðum.Nýtt kvennablað janúar 1956
Vatnsenda-RósaÚr gullastokknum glatast þaðsem gallað er og misheppnað.En orðið skín og andans sýnog augun þín.Sé ég þig og skið er skeið –skeggræða við Melsteð.Tær þín sál og tært þitt mál.til hans sál og brautin hál.Vísa eins – þín vegsemd hrein.Valdsmaðurinn sótu grein,gleymdur, þar fékk gröfin sitt.geislum ofið nafnið þitt.
Geislum ofið ljúft og leitt,líf og staka verður eitt.Þínu hjarta, heiman frá,hugur og tunga vængi ljá.Hver sem töluðu orði anneitthvað eftir Rósu kann,þar sem eitt af öðru ber.Upp, upp mín sál til heiðurs þérNýtt kvennablaðið október 1961
Eitt af einkennum skáldkvenna sem fæddar voru á nítjánduöldinni voru erfiljóð um aðrar konur og var Guðrún engin eftirbátur þeirra. Í erfiljóðum má lesa um kjör og líðan þeirra sem fallin er frá. Hér er eitt erfiljóð eftir Guðrúnu um Guðrúnu Lárusdóttur.
KveðjuorðAuðn og fölva fóstran enn má líta,fallna stofna, brotna vængi hvíta.Að heilli þjóð er harmur þungur kveðinn.Hauststormarnir fara um rósabeðinn.Hve undarlega hás er haustsins rómur?Hví heyrist fyrir eyrum klukknahljómur?Upp til himins augu barnsins stara:,,Einhver nú er heim til guðs að fara”.Þá nágast annar nýju fregn að segja:Níu barna móðir er að deyja.Í fylgd með henni farast ungar dætur.Fósturjörðin höfgum tárum grætur.Hún, sem reyndist stór í starfi og önnumog stærst í göfgi og mannkærleika sönnum,hún hefir kvatt og kemur ei til baka.Hjá hvílu hennar englar drottins vaka.Þó hún ei framar hefja okkar merki,en hafi lokið sínu kærleiksverki,þá hljómar hennar starf og andi yfiröllu góðu, sem í framtíð lifir.Hennar trú er sigur okkar eiginn,eilift blys, sem lýsr fram á veginnað Jesú krossi í auðmykt elsku og vona.Haf ástarþakkir, vitra, góða kona.Lesbók Mbl. 1938
Í lítilli ljóðabók sem heitir ,,Það mælti mín móðir” og kom út árið 1936 er að finna þetta ljóð eftir Guðrúnu um Hallveigu Fróðadóttir okkar fyrstu landnámskonu og konu Ingólfs Arnarssonar.
HallveigTil Íslands, til Íslands þú sonaaflann sóttir;Af svipnum þínum státar vor fyrsta bóndadóttir.Þú kenndir henni að tala, það mættum vér þér muna.Af móður sinni lærði hún fyrstu íslenskuna.Þú kenndir henni að spinna, að þræða rokk og þrinnaOg þetta allt, sem kallað er einu nafni að vinna.Og ef hún heldur áfram með sínar dætur svona.Þá sjást þau lengi verkin þín, mikla landnámskona.Sjálft heimilið í reifum þú heim til Íslands fluttir.Nú heyrast gleðiraddir, þó dagar verði stuttir.Og þó á ýmsu velti um öldur ljóss og skugga,Þá annaðist þú bú þitt, meðan dagur skein á glugga.Þú vissir það að starfa, það er að lifa lengi,Að lífið það er starfið um fjöll og sund og engi.Til uppsprettunnar þeirra þeir afl og gæfu sækja,Sem erja sínar jarðir og skylduverkin rækja.Á meðan aðra dreymir um frama, frægð og snilli,Þá fljúga þínar afkomendur landshornanna á milli,Þá blessa allir starf þitt og bústað þínum hrósaÍ bliki morgunsólar og dansi norðurljósa.
Þessi grein var styrkt af


