Anna Ragna Fossberg
Anna Ragna Fossberg Jóhönnudóttir er fædd í Reykjavík árið 1966.
Anna Ragna er með doktorspróf í heilbrigðisvísindum og er löggildur næringarfræðingur. Árið 2008 stofnaði hún Heilræði-heilsuráðgjöf og hóf að blogga um heilbrigði, hollustu og vísindi.
Anna Ragna varð snemma lestrarhestur og hefur haldið dagbók frá fjórtán ára aldri og liggja skrif vel fyrir henni.
Fyrsta skáldsaga hennar, Auðna, kom út árið 2018. Það er dramatísk fjölskyldusaga sem byggð er á sögu náinna ættingja höfundar.
2021 varð handrit Önnu Rögnu hlutskarpast í samkeppni Sparibollans um fallegustu ástarsöguna og kom bókin út sama ár og nefnist Hugfanginn.
Ritaskrá
- 2021 Hugfanginn
- 2018 Auðna
Verðlaun og viðurkenningar
- 2021 Verðlaun Sparibollans - fallegasta ástarsagan - fyrir Hugfanginn
Þýðingar
- 1993 Paul Zindel. Æ, þú traðkar á augana á mér (barnabók)