Ingunn Snædal
Ingunn Snædal er fædd á Egilsstöðum 10. ágúst 1971 og ólst upp á Jökuldal.
Hún lauk B.ed. prófi frá Kennaraháskóla Íslands 1996 og lagði stund á írskunám við háskólann í Galway á Írlandi 1996-97. Árið 2006 hóf hún nám í íslenskum fræðum við Háskóla Íslands. Ingunn bjó í Írlandi frá 1996-98, á Costa Rica og í Mexíkó 1998-99, á Spáni 2001-02 og sumarlangt í Danmörku 1998. Á Íslandi hefur hún kennt í grunnskólum auk þess að vera prófarkalesari, ráðskona í vegavinnu, bensínafgreiðslumaður, þjónustustúlka, sendisveinn, keyra út póst, vinna á síldarvertíð, semja auglýsingar og vera einkakennari.
Fyrsta ljóðabók Ingunnar, Á heitu malbiki, kom út hjá höfundi 1995. Önnur bók hennar, Guðlausir menn – hugleiðingar um jökulvatn og ást, kom út 2006 hjá bókaforlaginu Bjarti. Bókin fékk Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Þriðja ljóðabók Ingunnar, Í fjarveru trjáa – vegaljóð, kom út sumarið 2008. Ljóð eftir hana hafa einnig birst í nokkrum ljóðasöfnum, m.a. Ljóð Austfirðinga 1999, Skáldaval IV 2007, tímaritinu Andblæ 1996, Nema ljóð og sögur 1996, Huldumál – hugverk austfirskra kvenna 2001, Wortlaut Island: Isländische Gegenwartsliteratur 2000, Pilot: Debutantologi í Noregi og víðar. Ingunn hefur ennfremur þýtt heilmikið.
Ingunn er gift og á tvö börn. Hún býr austur á Fljótsdalshéraði.
Ritaskrá
- 2015 Ljóðasafn: 1995-2015
- 2011 Það sem ég hefði átt að segja næst: Þráhyggjusögur
- 2009 Komin til að vera, nóttin
- 2008 Í fjarveru trjáa: Vegaljóð
- 2006 Guðlausir menn – hugleiðingar um jökulvatn og ást
- 1995 Á heitu malbiki
Verðlaun og viðurkenningar
- 2010 Fjöruverðlaunin fyrir Komin til að vera, nóttin
- 2006 Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir Guðlausir menn - hugleiðingar um jökulvatn og ást
Tilnefningar
- 2023 Til Ísnálarinnar fyrir þýðing á Upplausn eftir Sara Blædel og Mads Peder Nordbo
- 2017 Til Ísnálarinnar fyrir þýðingu á Hjónin við hliðina eftir Shari Lapena
- 2006 Til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Guðlausir menn - hugleiðingar um jökulvatn og ást
Þýðingar
(í vinnslu)
- 2022 Upplausn eftir Sara Blædel og Mads Peder Nordbo
- 2022 Skandar og einhyrningaþjófurinn eftir A. F. Steadman
- 2019 Hnitmiðuð kínversk-ensk orðabók fyrir elskendur eftir Xiaolu Guo
- 2019 Handbók fyrir ofurhetjur - vargarnir koma eftir Elias og Agnes Åhlund
- 2019 Eldraunin eftir Jörn Lier Horst
- 2019 Blóðhefnd eftir Angela Marsons
- 2018 Uppruni eftir Dan Brown
- 2018 Krítarmaðurinn eftir C. J. Tudor
- 2018 Flúraða konan eftir Mads Peder Nordbo
- 2018 Óboðinn gestur eftir Shara Lapena
- 2018 Myrkrið bíður eftir Angela Marsons
- 2018 Týnda systirin eftir Angela Marsons
- 2018 Jól í Litla bakaríinu við Strandgötu eftir Jenny Colgan
- 2018 Sumar í Litla bakaríinu við Strandgötu eftir Jenny Colgan
- 2017 Litla bakaríið við Strandgötu eftir Jenny Colgan
- 2017 Þögult óp eftir Angela Marsons
- 2017 Einu sinni var í austri, uppvaxtarsaga eftir Xiaolu Guo
- 2017 Grænmetisætan eftir Han Kang
- 2017 Ljótur leikur eftir Angela Marsons
- 2017 Talin af eftir Sara Blædel
- 2017 Örvænting eftir B.A. Paris
- 2017 Týndu stúlkurnar eftir Angela Marsons
- 2017 Drekkingarhylur eftir Paula Hawkins
- 2017 Litla vínbókin. Sérfræðingur á 24 tímum eftir Jancis Robinson
- 2017 Hús tveggja fjölskyldna eftir Linda Cohen Loigman
- 2017 Litla bókabúðin í hálöndunum eftir Jenny Colgan
- 2016 Allt eða ekkert eftir Nicola Yoon
- 2017-18 Handbók fyrir ofurhetjur, I-III eftir Elias & Agnes Våhlund
- 2016 Stúlkurnar eftir Emma Cline
- 2016 Á meðan ég lokaði augunum eftir Linda Green
- 2016 Dauðaslóðin eftir Sara Blædel
- 2016 Hjónin við hliðina eftir Shari Lapena
- 2016 Bak við luktar dyr eftir B. A. Paris
- 2016 Töfraskógurinn, fegrum lífið með litumT eftir Johanna Basford
- 2016 Skrímslið kemur eftir Patrick Ness
- 2016 Harry Potter og bölvun barnsins eftir J. K. Rowling
- 2015 Leynigarður, fegrum lífið með litum eftir Johanna Basford
- 2014 Beðið fyrir brottnumdum eftir Jennifer Clement
- 2014 Hinn litlausi Tsukuru Tazaki og pílagrímsár hans eftir Haruki Murakami
- 2013 Inferno eftir Dan Brown (ásamt Arnari Matthíassyni)
- 2013 Árið sem tvær sekúndur bættust við tímann eftir Rachel Joyce
- 2012 Hlaupið í skarðið eftir J. K Rawling (ásamt Arnari Matthíassyni)
- 2012 Hin ótrúlega pílagrímsganga Harolds Fry eftir Rachel Joyce
- 2011 Skrautleg sæskrímsli og aðrar lystisemdir eftir Matthew Morgan, David Sindan & Guy MacDonald
- 2010 Einvígi varúlfs og dreka eftir Matthew Morgan, David Sindan & Guy MacDonald
- 2010 Týnda táknið eftir Dan Brown (ásamt fleiri þýðendum)
- 2010 Undir fögru skinni eftir Rebecca James
- 2008 Síðasta uppgötvun Einsteins eftir Mark Alpert