SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Kristín Marja Baldursdóttir

Kristín Marja Baldursdóttir fæddist í Hafnarfirði 21. janúar 1949.

Hún lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands og B.A.-prófi í þýsku og íslensku frá Háskóla Íslands. Hún starfaði bæði sem kennari og blaðamaður í Reykjavík áður en hún gaf út fyrstu skáldsögu sína, Mávahlátur,  árið 1995. Sagan var sett upp á stóra sviði Borgarleikhússins og eftir henni gerði Ágúst Guðmundsson samnefnda kvikmynd 2001 sem hlaut fjölda verðlauna á Eddu-hátíðinni sama ár. Síðari skáldsögur Kristínar Marju hafa sömuleiðis notið geysimikillar hylli, ekki síst tveggja bóka stórvirkið um listakonuna Karitas; Karitas án titils og Óreiða á striga.

Kristín Marja hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir ritstörf sín, m.a. Riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu, Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar, verðlaun úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins og Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna. Þá var bókin Karitas án titils tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.

Bækur Kristínar Marju hafa verið þýddar og gefnar út á Norðurlöndunum, í Þýskalandi, Frakklandi, Hollandi og víðar erlendis við miklar vinsældir.

Kristín Marja var útnefnd leikskáld Borgarleikhússins leikárið 2012-2013.


Ritaskrá

 • 2020   Gata mæðranna
 • 2019   Frelsun heimsins (greinasafn)
 • 2016   Svartalogn
 • 2012   Kantata
 • 2009   Karlsvagninn
 • 2007   Óreiða á striga
 • 2004   Karitas, án titils
 • 2001   Kvöldljósin eru kveikt
 • 2000   Mynd af konu: Vilborg Dagbjartsdóttir
 • 1999   Kular að degi
 • 1997   Hús úr húsi
 • 1995   Mávahlátur

 

 

Verðlaun og viðurkenningar

 • 2012  Riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu, fyrir ritstörf og framlag til íslenskra bókmennta
 • 2011  Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar
 • 2010  Rithöfundasjóður Ríkisútvarpsins
 • 2008  Fjöruverðlaunin fyrir Karítas, án titils og Óreiða á striga  

 

Tilnefningar

 • 2008  Til Menningarverðlauna DV í bókmenntum fyrir Karítas, án titils og Óreiða á striga
 • 2006  Til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir Karítas, án titils

 

Þýðingar

Í vinnslu

 • 2003  Mågelatter (Áslaug Th. Rögnvaldsdóttir þýddi á dönsku)
 • 2002  Kühl graut der Morgen (Coletta Bürling þýddi á þýsku)
 • 2001 Möwengelächter (Renate Einarsson og Coletta Bürling þýddu á þýsku)

Tengt efni