ÞÝDD Á FJÖLDA TUNGUMÁLA - Bækur Kristínar Marju
Fjögur ár eru liðin síðan Kristín María Baldursdóttir sendi frá sér bók. En nú þurfa aðdáendur hennar ekki að bíða lengur því út er komin skáldsaga eftir hana, Ég færi þér fjöll.
Á næsta ári mun rithöfundarferill Kristínar Marju spanna samtals 30 ár en hún kom með glæsibrag inn á svið íslenskra bókmennta þegar Mávahlátur kom út 1995. Sögur hennar um sterkar konur hafa notið mikilla vinsælda hjá íslenskum lesendum, ekki síst tvíleikur hennar um listakonuna Karitas, sem er táknmynd baráttu íslenskra listakvenna á liðinni öld: Karitas án titils 2004 og Óreiða á striga 2007.
Kristín Marja nýtur einnig gríðarlegra vinsælda erlendis og bækur hennar hafa verið þýddar á ensku, þýsku og norðurlandamál auk tyrknesku, spænsku, frönsku og ítölsku, makedónísku og hollensku. Soffía Auður tók saman lista yfir bækur Kristínar Marju á erlendum tungumálum og sjá má glæstan hennar í skáldatalinu.
Þýðingar
- 2022 Karitas untitled (Philip Roughton þýddi á ensku)
- 2020 A sirályok kacagása (Veress Kata þýddi á ungversku)
- 2018 Das Echo dieser Tage (Tina Flecken þýddi á þýsku)
- 2017 Buz Ressami: Karitas ( Sevgi Tuncay þýddi á tyrknesku)
- 2017 Havblik (Rolf Stavnem þýddi á dönsku)
- 2016 Karitas: ruðuleiki á lørifti (Gunvør Balle þýddi á færeysku)
- 2015 Karitas við ongum heiti (Gunvør Balle þýddi á færeysku)
- 2015 Sommerreigen (Tina Flecken þýddi á þýsku)
- 2015 Køligt daggry (Kim Lembek þýddi á dönsku)
- 2014 Kantate (Tone Myklebost þýddi á norsku)
- 2014 Kantate (Nanna Kalkar þýddi á dönsku)
- 2014 Smejata na galebíte (Borjana Mojsovska þýddi á makedónísku)
- 2014 La pintora de hielo (Enrique Bernárdez þýddi á spænsku)
- 2013 Fra hus til hus (Áslaug Th. Rögnvaldsdóttir þýddi á dönsku)
- 2013 Karitas: kaos på lerre (Ine Camilla Bjørnsten og Inge Ulrik Gundersen þýddu á norsku)
- 2012 Karitas (Ine Camilla Bjørnsten og Inge Ulrik Gundersen þýddu á norsku)
- 2011 Karitas - livre 2: l'art de la vie (Henrý Kiljan Albansson þýddi á frönsku)
- 2011 Chaos sur la toile (Henrý Kiljan Albansson þýddi á frönsku)
- 2011 Sterneneis (Ursula Giger þýddi á þýsku)
- 2011 Karlsvognen (Áslaug Th. Rögnvaldsdóttir þýddi á dönsku)
- 2010 Hart van vuur en ijs (Marcel Otten þýddi á hollensku)
- 2010 Il sorriso dei gabbiani (Silvia Cosimini þýddi á ítölsku)
- 2010 Jeg er Freya (Ellen Karine Berg þýddi á norsku)
- 2009 Die Farben Der Insel (Coletta Bürling þýddi á þýsku)
- 2008 Karitas : kaos på lærred (Áslaug Th. Rögnvaldsdóttir þýddi á dönsku)
- 2007 Karitas uden titel (Áslaug Th. Rögnvaldsdóttir þýddi á dönsku)
- 2006 Måkelatter (Ellen Karine Berg þýddi á norsku)
- 2006 Mistsluier (Marcel Otten þýddi á hollensku)
- 2005 Måsernes skratt (Inge Knutsson þýddi á sænsku)
- 2004 Hinter fremden Türen (Coletta Bürling og Kerstin Bürling þýddu á þýsku)
- 2004 De lach van de meeuw (Paula Vermeyden þýddi á hollensku)
- 2003 Mågelatter (Áslaug Th. Rögnvaldsdóttir þýddi á dönsku)
- 2002 Kühl graut der Morgen (Coletta Bürling þýddi á þýsku)
- 2001 Möwengelächter (Coletta Bürling og Renate Einarsson þýddu á þýsku)
Mynd af KMB Miðstöð ísl.bókm.