SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Linda Vilhjálmsdóttir

Linda Vilhjálmsdóttir er fædd 1. júní 1958 í Reykjavík og ólst upp á Seltjarnarnesi.

Linda er sjúkraliði að mennt og starfaði við það meðfram ritstörfum um árabil.

Ljóð Lindu hafa birst í dagblöðum, tímaritum og safnritum frá árinu 1982 en fyrsta ljóðabók hennar, Bláþráður, kom út 1990. Árið 2003 gaf hún út skáldævisöguna Lygasögu. Leikrit og ljóðverk eftir hana verið sett upp í Borgarleikhúsinu og Kaffileikhúsinu.

Linda hefur skipað sér í fremstu röð íslenskra ljóðskálda með ljóðabókum sínum sem hafa hlotið mikla viðurkenningu, verðlaun og góða dóma.

Linda var eitt af sjö ungum skáldum sem tóku þátt í ljóðagjörningnum „Fellibylurinn Gloría“, en hann var gefinn út á hljóðsnældu árið 1985. Þá voru ljóð hennar sýnd á Kjarvalsstöðum í apríl 1993. Hún hefur tekið þátt í mörgum bókmennta- og ljóðahátíðum hér heima og erlendis og ljóð hennar hafa komið út í fjölmörgum tímaritum og safnritum víða um heim.

Linda fékk Menningarverðlaun DV árið 1993 fyrir ljóðabókina Klakabörnin. Hún hlaut verðlaun bókmenntahátíðarinnar „European Poets of Freedom“ (Evrópsk frelsisskáld) 2018 fyrir ljóðabókina Frelsi.

Linda Vilhjálmsdóttir er gift Merði Árnasyni og búsett í Reykjavík.


Ritaskrá

 • 2022  Humm
 • 2020  Kyrralífsmyndir
 • 2018  Smáa letrið
 • 2015  Frelsi
 • 2006  Frostfiðrildin
 • 2003  Lygasaga
 • 2000  Öll fallegu orðin
 • 1996  Valsar úr síðustu siglingu
 • 1992  Klakabörnin
 • 1990  Bláþráður

 

Verðlaun og viðurkenningar

 • 2018  European Poets of Freedom fyrir Frelsi
 • 2015  Verðlaun bóksala, besta ljóðabók ársins fyrir Frelsi
 • 2010  Viðurkenning úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins
 • 2005  Ljóðastafur Jóns úr Vör fyrir ljóðið „Niður"
 • 2005  Viðurkenning Ljóðstafs Jóns úr Vör fyrir„Sónata fyrir forynju og fylgirödd“
 • 1993  Menningarverðlaun DV í bókmenntum fyrir Klakabörnin

 

 

Tilnefningar

 • 2021  Til Maístjörnunnar fyrir Kyrralífsmyndir
 • 2019  Til Maístjörnunnar fyrir Smáa letrið
 • 2017  Til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir Frelsi

 

Þýðingar

 • 2021  Det finstilta (John Swedenmark þýddi á sænsku)
 • 2021  Das Kleingedruckte (Jón Þór Gíslason og Wolfgang Schiffer þýddu á þýsku)
 • 2019  Friheten (John Swedenmark þýddi á sænsku)
 • 2018  Wolność (Jacek Godek þýddi á pólsku)
 • 2018  Freiheit (Jón Þór Gíslason og Wolfgang Schiffer þýddu á þýsku) 

 

Tengt efni