Linda Vilhjálmsdóttir
Linda Vilhjálmsdóttir er fædd 1. júní 1958 í Reykjavík og ólst upp á Seltjarnarnesi.
Linda er sjúkraliði að mennt og starfaði við það meðfram ritstörfum um árabil.
Ljóð Lindu hafa birst í dagblöðum, tímaritum og safnritum frá árinu 1982 en fyrsta ljóðabók hennar, Bláþráður, kom út 1990. Árið 2003 gaf hún út skáldævisöguna Lygasögu. Leikrit og ljóðverk eftir hana verið sett upp í Borgarleikhúsinu og Kaffileikhúsinu.
Linda hefur skipað sér í fremstu röð íslenskra ljóðskálda með ljóðabókum sínum sem hafa hlotið mikla viðurkenningu, verðlaun og góða dóma.
Linda var eitt af sjö ungum skáldum sem tóku þátt í ljóðagjörningnum „Fellibylurinn Gloría“, en hann var gefinn út á hljóðsnældu árið 1985. Þá voru ljóð hennar sýnd á Kjarvalsstöðum í apríl 1993. Hún hefur tekið þátt í mörgum bókmennta- og ljóðahátíðum hér heima og erlendis og ljóð hennar hafa komið út í fjölmörgum tímaritum og safnritum víða um heim.
Linda fékk Menningarverðlaun DV árið 1993 fyrir ljóðabókina Klakabörnin. Hún hlaut verðlaun bókmenntahátíðarinnar „European Poets of Freedom“ (Evrópsk frelsisskáld) sem haldin var í Gdansk í Póllandi 2018 fyrir ljóðabókina Frelsi.
Linda Vilhjálmsdóttir er gift Merði Árnasyni og búsett í Reykjavík.
Ritaskrá
- 2022 humm
- 2020 kyrralífsmyndir
- 2018 smáa letrið
- 2015 Frelsi
- 2006 Frostfiðrildin
- 2003 Lygasaga
- 2000 Öll fallegu orðin
- 1996 Valsar úr síðustu siglingu
- 1992 Klakabörnin
- 1990 Bláþráður
Verðlaun og viðurkenningar
- 2018 European Poets of Freedom fyrir Frelsi
- 2015 Verðlaun bóksala, besta ljóðabók ársins fyrir Frelsi
- 2010 Viðurkenning úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins
- 2005 Ljóðastafur Jóns úr Vör fyrir ljóðið „Niður"
- 2005 Viðurkenning Ljóðstafs Jóns úr Vör fyrir„Sónata fyrir forynju og fylgirödd“
- 1993 Menningarverðlaun DV í bókmenntum fyrir Klakabörnin
Tilnefningar
- 2021 Til Maístjörnunnar fyrir Kyrralífsmyndir
- 2019 Til Maístjörnunnar fyrir Smáa letrið
- 2017 Til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir Frelsi
Þýðingar
- 2021 Det finstilta (John Swedenmark þýddi á sænsku)
- 2021 Das Kleingedruckte (Jón Þór Gíslason og Wolfgang Schiffer þýddu á þýsku)
- 2019 Friheten (John Swedenmark þýddi á sænsku)
- 2018 Wolność (Jacek Godek þýddi á pólsku)
- 2018 Freiheit (Jón Þór Gíslason og Wolfgang Schiffer þýddu á þýsku)