SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Magnea Þuríður Ingvarsdóttir

Magnea Þuríður Ingvarsdóttir (f.1960) lauk meistaraprófi í menningarfræðum frá Háskóla Íslands 2015, B.Ed í grunnskólafræðum frá Kennaraháskólanum 2007 og B.A frá Listaháskólanum 2002. Hún stundar nú meistaranám í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands.

Áhugi Magneu liggur í því að rýna í kveðskap nítjándualdar kvenna. Hún skoðar bakgrunn þeirra, eins og menntun og baráttu til sjálfstæðis, hvernig mótun kyngervis birtist í verkunum og svo þann kalda veruleika orðræðunnar sem mættu konum sem vildu feta skáldaslóðina.

Magnea hefur haldið úti síðunni Tófan - Ljóða- og fræðasetur í um það bil þrjú ár á samfélagsmiðlinum Facebook en þar er hægt að fylgjast með innleggjum um ýmsar skáldkonur nítjándualdarinnar. Þá heldur hún úti síðu á Instagram sem ber heitið  Íslenskar kvennaljóðabækur en þar er samansafn af ljóðabókum eftir íslenskar konur og er markmiðið að gera þær sýnilegar fyrir almenning.

Nokkur ljóð og ein smásaga eftir Magneu hafa birst í Stínu, tímarit um bókmenntir og listir. Þá hefur hún gefið sjálf út þrjár ljóðabækur í litlu upplagi.

Foreldrar Magneu eru Erla Sigurjónsdóttir og Ingvar Kristinn Guðnason


Ritaskrá

  • 2020 Ljóðvindar
  • 2018 Blautar tuskur
  • 2016 Innvortis investment

Tengt efni