SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Ágústína Jónsdóttir

Ágústína Jónsdóttir fæddist 4. maí 1949 í Reykjavík. Hún útskrifaðist sem snyrtifræðingur 1968 og leikskólakennari frá Fósturskóla Íslands 1976. Árið 1991 lauk hún B.Ed. prófi frá Kennaraháskóla Íslands. Ágústína kenndi við Hjallaskóla í Kópavogi.

Fyrsta ljóðabók hennar, Að baki mánans, kom út 1994 og síðan hefur hún sent frá sér fjórar ljóðabækur. Hún á ennfremur valin ljóð, ásamt tveimur öðrum íslenskum skáldkonum, í bókinni Ljósar hendur sem út kom 1996. Ágústína hefur einnig fengist við myndlist og tekið þátt í útlitshönnun bóka sinna og á meðal annars heiðurinn af útliti bókarinnar Lífakur sem tilnefnd var til bókmenntaverðlauna DV 1997.

Ágústína er búsett í Reykjavík.

Heimasíða höfundar www.agustina.is


Ritaskrá

 • 2014 Sólstöðuland
 • 2000 Vorflauta
 • 1997 Lífakur
 • 1996 Ljósar hendur: þrjár íslenskar skáldkonur svífa sólgeislavængjum
 • 1995 Snjóbirta
 • 1995 Sónata
 • 1994 Að baki mánans

Verðlaun og viðurkenningar

 • Ferðastyrkur úr Launasjóði rithöfunda 1996
 • Starfslaun listamanna úr Launasjóði rithöfunda 1997
 • Starfslaun listamanna úr Launasjóði rithöfunda 1998
 • Tilnefnd til menningarverðlauna DV í bókmenntun 1998
 • Styrkur úr Bókasafnssjóði höfunda 1999
 • Starfslaun listamanna úr Launasjóði rithöfunda 2004,
 • Starfslaun listamanna úr Launasjóði rithöfunda 2005