SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Þórdís Þúfa Björnsdóttir

Þórdís Þúfa Björnsdóttir fæddist í Reykjavík þann 7. ágúst 1978. Hún lauk stúdensprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1999 og B.A. prófi í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands 2005. Hún stundar nú meistaranám í sömu grein við sama skóla. Þórdís var skiptinemi í Montpellier í Frakklandi skólaárið 2005 – 2006.

Þórdís gaf sjálf út sína fyrstu ljóðabók, Ást og appelsínur, haustið 2004 sem vakti athygli. Fyrir jólin sama ár var verkið sett á svið á Akureyri í leikstjórn Arnar Inga Gíslasonar. Þar flutti Þórdís ljóðabálkinn í heild á sviðinu, en um leikræna tjáningu sáu fimleikastúlkur, leikarar, tónlistarfólk og dansarar. Sýningar voru alls þrjár.

Árið 2005 var upptaka gerð á tónverki sem fiðluleikarinn og tónskáldið Szymon Kuran samdi við Ást og appelsínur, en þar les Þórdís valin ljóð yfir tónlistina. Upptökum lauk rétt áður en Szymon dó í ágúst sama ár og er þetta hans síðasta verk. Diskurinn verður gefinn út árið 2007.

Þórdís hefur skrifað tvær bækur í samstarfi við bandaríska skáldið Jesse Ball sem báðar komu út hjá Nýhil 2006. Önnur heitir Og svo kom nóttin og inniheldur ljóð eftir Þórdísi en myndir eftir Jesse Ball. Hin er á ensku og heitir Vera & Linus en hún kom bæði út á Íslandi og í Bandaríkjunum.

Skáldskapur eftir Þórdísi hefur einnig birst í blöðum og tímaritum, m.a. í Lesbók Morgunblaðsins, The Reykjavík Grapevine, Tímariti Máls og menningar og Skímu, en hún var Skímuskáldið í janúarhefti ritsins 2005. Hún hefur tekið þátt í fjölda upplestra hérlendis, á Nótt hinna löngu ljóða á Nasa á Menningarnótt 2004, á Ljóðahátíð Nýhils í Klink og Bank í júlí 2005, á menningarhátíðinni Vestanvindum á Ísafirði 2005 og á Nýhilkvöldi í Stúdentakjallaranum í nóvember 2006, svo fátt eitt sé talið. Þórdís hefur einnig tvívegis komið fram í New York, á Happy Ending Reading Series í júní 2006 og Casa Readings á The Cup-cake Café í júlí 2006. Hún tók þátt í norrænni rithöfundasmiðju á Biskops Arnö í Svíþjóð 2005.

Þórdís er búsett í Reykjavík og á eina dóttur.


Ritaskrá

 

  • 2024    Þín eru sárin
  • 2019    Sólmundur
  • 2012    Nötur gömlu nútíðarinnar
  • 2009    Sónata fyrir svefninn
  • 2007    Í felum bakvið gluggatjöldin
  • 2007    Saga af bláu sumri
  • 2006    Og svo kom nóttin
  • 2006    Vera & Linus
  • 2004    Ást og appelsínur

Tengt efni