SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Ásdís Ingólfsdóttir

Ásdís Ingólfsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1958.

Ásdís lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð, BS-prófi í jarðfræði og meistaraprófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og nam síðan ritlist við sama skóla og lauk þaðan MA prófi.

Hún starfaði sem blaðamaður á Morgunblaðinu og hefur gefið út prjónablað og námsbækur í náttúru- og efnafræði ásamt öðrum.

Ásdís hefur birt ljóðaþýðingar í tímaritum og safnritum og ljóð hennar og smásögur hafa birst í enskum þýðingum. Einnig hafa birst smásögur eftir hana í bókunum Tímaskekkjur (2016) og Drama (2017). Ljóð eftir Ásdísi voru valin í úrvalsrit Meðgönguljóða 2012-2019 sem kom út árið 2019.

Fyrsta ljóðabók Ásdísar, Ódauðleg brjóst, kom út hjá Partusi í lok febrúar 2018. og um haustið sama ár sendi hún frá sér aðra ljóðabók, Eftirskjálfta, sem er reyndar aukin útgáfa fyrri bókarinnar. Síðan þá hefur hún sent frá sér eina ljóðabók til viðbótar, eina skáldsögu og þýðingu á skáldsögu eftir sænska höfundinn Jonas Hassan Khemiri. Ásdís þýddi smásögu grænlenska höfundarins Ole Korneliussen sem birtist í Smásögur heimsins: Evrópa (2020) og einnig var hún meðal þýðenda ljóða Pablo Neruda sem gefin voru út í bókinni Hafið starfar í þögn minni: þýðingar á ljóðum Pablo Neruda (2018).

Ásdís býr með eiginmanni sínum í Reykjavík. Hún á tvö börn.

 


Ritaskrá

  • 2024  Viðkomustaðir (skáldsaga)
  • 2021  Haustið 82 (skáldsaga)
  • 2020  Dóttir sjóntækjafræðingsins (ljóð)
  • 2018  Eftirskjálftar (ljóð)
  • 2018  Ódauðleg brjóst (ljóð)

 

Tilnefningar

  • 2019  Til Maístjörnunnar fyrir Ódauðleg brjóst

 

Þýðingar

  • 2022  Jonas Hassan Khemiri: Ég hringi í bræður mína

 

Tengt efni