SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Alda Björk Valdimarsdóttir

Alda Björk Valdimarsdóttir er fædd 2. febrúar árið 1973 í Reykjavík. Alda er með doktorspróf í almennri bókmenntafræði og er dósent í greininni við Háskóla Íslands. Meðal helstu rannsóknarverkefna hennar eru enskar nítjándualdar bókmenntir með sérstakri áherslu á skáldverk Jane Austen, endurvinnslu menningararfsins í samtímanum, hliðarsögur, endurritanir og aðlaganir og fjallaði doktorsritgerð hennar um það efni. Alda Björk hefur jafnframt rannsakað íslenskar samtímabókmenntir og birt fjölda greina um þær.

Alda Björk gaf út ljóðabókina Við sem erum blind og nafnlaus árið 2015. Þá hafa ljóð eftir hana birst í Tímariti Máls og menningar, Són, Ritinu og tímaritinu Stínu.

Foreldrar Öldu voru Valdimar Þór Hergeirsson og Kristín Þórunn Friðriksdóttir. Alda Björk er gift Guðna Elíssyni og eiga þau tvær dætur.


Ritaskrá

2018       Jane Austin og ferð lesandans

2015       Við sem erum blind og nafnlaus

2011       Hef ég verið hér áður? Skáldskapur Steinunnar Sigurðardóttur (meðhöfundur Guðni Elísson)

2008       Rithöfundur Íslands. Skáldskaparfræði Hallgríms Helgasonar

2006       Kvikmyndastjörnur (safn þýddra fræðigreina með inngangi Öldu)