SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Oddný Sen

Oddný Sen er kvikmyndafræðingur, rithöfundur og kennari. Hún starfar sem deildarforseti Kjarna í Kvikmyndaskóla Íslands og hefur verið verkefnastjóri kvikmyndafræðslu grunnskóla og framhaldsskóla í Bíó Paradís frá árinu 2010. Hún starfar jafnframt sem þýðandi fyrir Bíó Paradís, RÚV, Sýrland, Símann og Myndform, auk þess sem hún vinnur við verkefnið Verðlaunahátíð ungra áhorfenda hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands og kennir kvikmyndafræði við Myndlistarskóla Reykjavíkur.

Oddný lagði stund á nám í bókmenntum og frönsku við Háskóla Íslands og flutti síðan til Parísar þar sem hún lagði stund á nám í kvikmyndafræðum, kvikmyndasögu og kvikmyndagerð við Parísarháskóla og útskrifaðist með meistaragráðu og fyrri hluta PhD.

Að loknu námi starfaði Oddný sem menningarfréttaritari hjá RÚV og tók viðtöl við listafólk og kvikmyndagerðarfólk í London og París. Hún vann á Kvikmyndasafni Íslands sem fjölmiðlafulltrúi, sá um þætti á RÚV og starfaði við uppsetningu kvikmyndatónleika þar sem þöglar kvikmyndir voru sýndar við undirleik einleikara og Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Hún sá síðar um framkvæmd slíkra viðburða um meira en tíu ára skeið.

Oddný flutti til Íslands árið 2001 og vann við ritstörf, þýðingar, pallborðsstjórn, kvikmyndahátíðir, uppsetningar ýmissa listviðburða og sat í dómnefnd um kvikmyndir, síðast í dómnefnd Reykjavik Feminist Film Festival, 2022. Hún sinnti stundakennslu í kvikmyndafræðum við Háskóla Íslands, Myndlistarskóla Reykjavíkur, Borgarholtsskóla og Listaháskóla Íslands. Hún tók þátt í samstarfsverkefni við Háskóla Íslands þar sem hún skrifaði ítarlega greiningu á verki sovéska kvikmyndaleikstjórans Andrei Tarkovsky, Æska Ívans frá 1962 og kafla um helstu temu í verkum Tarkovsky. Bókin var gefin út af Cambridge Scholar Press árið 2007.

Oddný vann við gerð ýmissa kvikmynda bæði á Íslandi og í París frá árinu 1982-1998.

 


Ritaskrá

  • 2003  Vængjuð spor. Skáldævisaga Sigríðar Jóhannesdóttur Hansen
  • 2001  Medúsan, skáldsaga
  • 2000  Úr sól og eldi. Leiðin frá Kamp Knox. Lífssaga Rögnu Bachmann
  • 1997  Kínverskir skuggar, söguleg skáldsaga byggð á ævi Oddnýju E. Sen
  • 1996  Á flugskörpum vængjum. Lífssaga Myriam Bet-Yosef
  • 1991  Kynjaveröld hversdagsins – 92 örsögur fluttar vikulega á RÚV í tíu mánuði.

 

Kafli í bók: “The Landscape of Dreams - Reflections on the Visual  Language, Dreams and Realized Mysticism in Ivan´s Childhood, Through The Mirror, Reflections on the Films of Andrei Tarkovsky, Cambridge Scholar Press, 2007, s. 119-132

Meðal blaðagreina um kvikmyndir: “Sjónvarpsbyltingin á Íslandi og áhrif hennar á  íslenska kvikmyndagerð fram til 1979”, “Goðsagnir og myrkarverk - saga þýskra  kvikmynda frá upphafi til 1945”, “Sjöunda listgreinin - saga kvikmyndanna”, (allar þrjár gefnar út í Heimur kvikmyndanna, ritstýrt af Guðna Elíssyni, 1999. “Leitin að týndu perlunum - viðtal við Erlend Sveinsson um stofnun Kvikmyndasafns Íslands, “Veröld Wenders - grein um kvikmyndir og ljósmyndir Wim  Wenders”, “Hálfguðir, ofurmenni og fordæður - grein um þýska expressjónismann”, “Maðurinn á bak við snilldarverkin - grein um Charles Chaplin”, “Grínmeistarar þöglu myndanna - Buster Keaton, Harold Lloyd og Charles Chaplin”, “Stiklur um Eisenstein”, “Götur sorganna - grein um Astu Nielsen og G.W. Pabst”, „Í upphafi var Dreyer“, „Stiklur um Alfred Hitchcock“, „Túlkun karlleikstjóra: Ásýnd kvenna í rökkurmyndum,“ „Konan í karlinum og karlinn í konunni,“ viðtal við Sally Potter um Orlando og önnur feminísk verk, „Konur í Nordic Noir þáttaröðum“.

Tengt efni