Jóna Guðbjörg Torfadóttir∙15. apríl 2024
BEINSKEYTT ORÐ OG GRALLASTAFIR
Sýningin Beinskeitt orð og grallastafir hefur prýtt veggi Litla Gallerýsins á Strangötu 19, Hafnarfirði, undanfarna daga en henni lauk formlega í gær. Fólk þarf þó ekki að örvænta því boðið verður upp á aukaopnun næstkomandi laugardag frá 12-17.
Að sýningunni standa skáldin Sigurlín Bjarney Gísladóttir og Anton Helgi Jónsson og er viðburðurinn styrktur af Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðarbæjar. Skáldin sýna svonefnd myndljóð en í kynningartexta kemur eftirfarandi fram:
Verkin á sýningunni tipla á mörkum mynda og texta þar sem bókstafi og orð má nota á margvíslegan hátt og lesa á ýmsa vegu; afturábak og áfram, upp og niður, milli lína og þvert á allar venjur. Bókstafirnir sem birtast gestum geta ýmist staðið einir sér og verið sjálfstæð tákn eða myndað orð sem rekja minningar einstaklinga og hópa. Verkin hafa skáldin skapað hvort í sínu lagi en saman hafa þau mótað yfirbragð verkanna eins og þau birtast á sýningunni. Sum verkin eru gömul, önnur eru ný, sum snúast um söguna, önnur um framtíðina en öll snúast þau um að flækja orð og finna aðra leshætti en tíðkast venjulega.
Skáld.is dreif sig á sýninguna og tók fáeinar myndir, af völdum verkum, Sigurlínu Bjarneyju og annarri skáldkonu, Gerði Kristnýju, sem rak nefið inn en Anton Helgi var því miður fjarri góðu gamni.
Hér má lesa eitt af mögnuðu myndljóðum skáldkonunnar en ljóðið vann hún upp úr upplýsingum frá Öfgum: