SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Ingileif Friðriksdóttir

Ingileif er fædd 18. maí 1993.

Ingileif starfar sem framkvæmdastjóri, dagskrárgerðarkona og rithöfundur. Hún hefur framleitt, leikstýrt og haft umsjón með fjölda sjónvarpsþáttaraða auk þess að skrifa handrit, pistla og greinar fyrir ýmsa miðla. Hún er með BA gráðu í lögfræði og hefur sömuleiðis verið áberandi í réttindabaráttu hinsegin fólks á Íslandi, en hún stofnaði fræðsluvettvanginn Hinseginleikann með Maríu Rut Kristinsdóttur eiginkonu sinni.

Hjónin Ingileif og María gáfu út barnabókina Vertu þú!: Litríkar sögur af fjölbreytileikanum árið 2020 í því skyni að auka flóru hinsegin barnabóka. Árið 2023 kom svo út fyrsta bókin í bókaröð um vinina Úlf og Ylfu, en í bókunum fá börn meðal annars að kynnast ólíkum fjölskylduformum. Önnur bókin um vinina kom út árið 2024.

Fyrsta skáldsaga Ingileifar, Ljósbrot, kom út vorið 2024. Hefur henni verið lýst sem áhrifaríkri sögu um ástina og leitina að sjálfinu.

 

Heimasíða: https://www.ingileif.is/

Fræðsluvefurinn Hinseginleikinn

 


Ritaskrá

2024 Ljósbrot

2024 Úlfur og Ylfa: Sumarfrí

2023 Úlfur og Ylfa: Ævintýradagurinn

2020 Vertu þú!: Litríkar sögur af fjölbreytileikanum

Tengt efni