SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Soffía Auður Birgisdóttir28. október 2022

NÝ LJÓÐABÓK FRÁ EYRÚNU ÓSK

 

Eyrún Ósk Jónsdóttir hefur sent frá sér nýja ljóðabók með skemmtilegum titili: Stórsæ stjarnfræðileg fyrirbæri - og önnur málefni hjartans.

Það er Bjartur sem gefur út og kynningu forlagsins segir:

 

Eyrún Ósk Jónsdóttir yrkir hér um föðurmissi, afstæði tíma og rúms, söknuð og hvernig megi lifa af missi sem líkist því þegar reikistjarna hverfur af himni. En hún yrkir líka um það sem yfirstígur tíma og rúm, kærleikann, fegurðina og ástina og þá töfra lífsins sem mikilvægt er að við förum ekki á mis við.

 

Bókin skiptist í þrjá hluta sem bera yfirskriftirnar Tími, Rúm og Kærleikur og hefst á áhrifaríkum ljóðabálki um föðurmissi.

 

Eyrún Ósk hefur getið sér gott orð sem ljóðskáld, hún hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir bókina Góðfúslegt leyfi til sígarettukaupa (2016) og hefur síðan sent frá sér ljóðabækurnar Í huganum ráðgeri morð (2018), Mamma, má ég segja þér? (2019), Guðrúnarkviðu (2020) og Í svartnættinu miðju skín ljós (2021).

 

Tengt efni