SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Soffía Auður Birgisdóttir 2. nóvember 2022

SIGRÍÐUR HAGALÍN BJÖRNSDÓTTIR skrifar um riddara, skáld, sjóræningja og kvenskörunga!

Fjórða skáldsaga Sigríðar Hagalín Björnsdóttur er komin út og nefnist Hamingja þessa heims og hefur undirtitilinn Riddarasaga.

Baksíðutexti bókarinnar vekur forvitni og lestrarspennu:

 

Miðaldra sagnfræðiprófessor við Háskóla Íslands er sendur í útlegð í Dölunum eftir að hafa verið sakaður um óviðurkvæmilega framkomu við samstarfskonur sínar. Þar finnur hann áður óþekkt handrit sem varpar nýju ljósi á löngu liðna sögu.

Árið 1579 situr gamall maður í fjósi og skrifar í kappi við tímann og dauðann um atburði sem hann hefur orðið vitni að á langri ævi sem ritari, hirðskáld og hermaður í þjónustu Ólafar ríku Loftsdóttur, valdamestu konu landsins, og ættmenna hennar.

Fimmtánda öldin er öldin sem týndist í Íslandssögunni, þegar þjóðin lenti skyndilega í hringiðu evrópskra stjórnmála og viðskiptahagsmuna. Hér stíga helstu persónur hennar ljóslifandi fram; riddarar, skáld og sjóræningjar, hirðstjórar, biskupar og konungar, og margir atkvæðamestu kvenskörungar sem landið hefur alið. 

Þetta er skáldsaga um ástríður og upplausn, vægðarlausa valdabaráttu og vopnaskak, dauða og drepsóttir, en líka um það ólíkindalega ævintýri að vera manneskja.

 

Sigríður hefur vakið mikla athygli fyrir fyrri skáldsögur sínar sem eru allar mjög ólíkar innbyrðis og í þeirri nýjustu bregður hún ekki út af þeim vana og rær enn á ný mið.

 

Tengt efni