SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Soffía Auður Birgisdóttir 8. nóvember 2022

FERÐ Á SLÓÐIR AUÐAR DJÚPÚÐGU

Ertu hrifin af bók Vilborgar Davíðsdóttur um Auði djúpúðgu? Langar þig til að kynna þér sögusvið þeirra? Til þess gefst tækifæri næst vor, en þá leiðir Vilborg sjálf enn eina ferðina til Skotlanda og Orkneyja.

Í auglýsingu um ferðina segir:

 

Auðarferð 19.05- 28.05.2023

Þríleikur Vilborgar Davíðsdóttur um landnámskonuna Auði djúpúðgu Ketilsdóttur, (Auður, Vígroði og Blóðug jörð), hefur notið fádæma vinsælda og hlotið einróma lof lesenda sem gagnrýnenda.

Bækurnar segja frá uppvexti Auðar á Suðureyjum, stormasömu hjónabandi þeirra Dyflinnarkonungs, átökum norrænna manna á Bretlandseyjum og að endingu siglingunni frá Katanesi og yfir hafið til landnáms á Íslandi með viðkomu í Orkneyjum og Færeyjum.

Í þessari sögu- rútu- og ferjuferð gefst einstakt tækifæri á að ferðast um söguslóðir bókanna á Skotlandi í fylgd Vilborgar auk þess sem við kynnum okkur stórbrotna sögu hálanda Skotlands og 5.000 ára sögu Orkneyja. Ekið verður um fegurstu svæði Skotlands og siglt til Mull, Iona og Orkneyja.

 

 

Ferðin verður 19.-28. maí 2023 og er á vegum fyrirtækisins Skotgöngu. Verðið fyrir ferðina er 1,990 bresk pund.

 

Innifalið er:

Gisting í 9 nætur með morgunverði í tvíbýli, 8 x kvöldverðir, 3 x hádegisverðir (Wick og 2 x Orkneyjar), allur akstur í Skotlandi samkv. dagskrá, ferjusiglingar (Mull, Iona & Orkneyjar), aðganseyrir í söfn og kastala (Iona Abbey, Urquhart kastali, Skara Brae, ítalska kapellan), íslensk fararstjórn, skattar og gjöld í Skotlandi.

Aukagjald í einbýli £415

Ekki innifalið:

Flug til og frá Skotlandi en við eigum flugsæti hjá Icelandair fyrir hópinn (hægt er að nota vildarpunkta og gjafabréf), ferðatryggingar, hádegisverðir 5 daga og kvöldverður síðasta kvöldið.

 

Nánar má lesa sér til um ferðina, t.d. dagskrána frá degi til dags hér.

 

Tengt efni