SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir30. desember 2022

ÁRLJÓÐ '23 - Ljóðaupplestur í Gröndalshúsi

Að venju stíga skáld á stokk í Gröndalshúsi á nýársdegi. Þau verða færri en oft áður en af þeim sjö skáldum sem lesa upp að þessu sinni eru þrjár skáldkonur: Gerður Kristný, Oddný Eir Ævarsdóttir og Sigurbjörg Þrastardóttir.

Dagskráin er sem hér segir:

10:00: Dagur Hjartarson

11:00: Oddný Eir Ævarsdóttir

12:00: Sjón

13:00: Sigurbjörg Þrastardóttir

14:00: Haukur Ingvarsson

15:00: Gerður Kristný

16:00: Jón Gnarr

 

 

Öll eru velkomin í Gröndalshús til að hlýða á upplesturinn og fá sér kaffisopa en einnig verður dagskránni streymt fyrir þau sem kjósa heldur að kúra heima: https://reykjavik.is/nyarsljod