SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Soffía Auður Birgisdóttir 9. mars 2023

GERÐUR KRISTNÝ, ARNDÍS OG KRISTÍN SVAVA HLUTU FJÖRUVERÐLAUNIN 2023

Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna (sís og trans) og trans, kynsegin og intersex fólks á Íslandi voru veitt í gær á Alþjóðlegum baráttudegi kvenna, 8. mars.

Verðlaunin eru veitt í þremur flokkum og komu í hlut eftirfarandi höfunda:

 

Gerður Kristný hlaut verðlaunin í flokki fagurbókmennta fyrir ljóðabókina URTU.

Arndís Þórarinsdóttir hlaut verðlaunin í flokki barna- og unglingabóka fyrir skáldsöguna KOLLHNÍS.

Kristín Svava Tómasdóttir hlaut verðlaunin í flokki fræðirita og rita almenns efni fyrir FARSÓTT. Hundrað ár í Þingholtsstræti 25.

 

Skáld.is óskar verðlaunahöfum hjartanlega til hamingju!

(Myndin er tekin af vef Fjöruverðlaunanna)