Soffía Auður Birgisdóttir∙ 9. mars 2023
GERÐUR KRISTNÝ, ARNDÍS OG KRISTÍN SVAVA HLUTU FJÖRUVERÐLAUNIN 2023
Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna (sís og trans) og trans, kynsegin og intersex fólks á Íslandi voru veitt í gær á Alþjóðlegum baráttudegi kvenna, 8. mars.
Verðlaunin eru veitt í þremur flokkum og komu í hlut eftirfarandi höfunda:
Gerður Kristný hlaut verðlaunin í flokki fagurbókmennta fyrir ljóðabókina URTU.
Arndís Þórarinsdóttir hlaut verðlaunin í flokki barna- og unglingabóka fyrir skáldsöguna KOLLHNÍS.
Kristín Svava Tómasdóttir hlaut verðlaunin í flokki fræðirita og rita almenns efni fyrir FARSÓTT. Hundrað ár í Þingholtsstræti 25.
Skáld.is óskar verðlaunahöfum hjartanlega til hamingju!
(Myndin er tekin af vef Fjöruverðlaunanna)