Steinunn Inga Óttarsdóttir∙14. mars 2023
BYRJUÐ Á NÆSTU BÓK - Elínborg bætist í skáldatal
Elínborg Angantýsdóttir (f. 1952) er oftast kölluð Ella. Hún er náskyld Elínborgu Lárusdóttur, frægri og afkastamikilli skáldkonu (1891-1976).
Ella sendi frá sér sína fyrstu skáldsögu fyrir síðustu jól, Þræðir í lífi Bertu.
Ella hefur skrifað dagbækur, hugleiðingar og ljóð af og til í gegnum árin. Hún hefur sótt nokkur ritlistarnámskeið síðustu ár sér til ánægju og á námskeiði hjá Ólöfu Sverrisdóttur byrjaði hún að skrifa skáldsögu. Á meðan hún skrifaði söguna naut hún góðrar handleiðslu Guðrúnar Evu Mínervudóttur. Hvatning Guðrúnar Evu varð til þess að Ella ákvað að gefa söguna út og nú er hún byrjuð á framhaldi þeirrar bókar.
Elínborg hefur nú bæst í skáldatalið.