Jóna Guðbjörg Torfadóttir∙24. mars 2023
VERÐLAUNALJÓÐ á Júlíönuhátíð eftir Draumeyju
Draumey Aradóttir skáldkona bar sigur úr býtum í ljóðasamkeppni á vegum Júlíönu - hátíðar sögu og bóka en 101 ljóð barst í keppnina. Í dómnefnd sátu Sigþrúður Silju Gunnarsdóttir ritstjóri, sem var formaður dómnefndar, Anton Helgi Jónsson skáld og Sólveig Ásta Sigurðardóttir doktor í bókmenntafræði.
Ljóðið ber titilinn ,,Þannig hverfist ég, mamma mín, þannig hverfist ég" og óskar Skáld.is Draumeyju innilega til hamingju með verðlaunin.