Jóna Guðbjörg Torfadóttir∙24. mars 2023
VERÐLAUNALJÓÐ á Júlíönuhátíð eftir Draumeyju
Draumey Aradóttir skáldkona bar sigur úr býtum í ljóðasamkeppni á vegum Júlíönu - hátíðar sögu og bóka en 101 ljóð barst í keppnina. Í dómnefnd sátu Sigþrúður Silju Gunnarsdóttir ritstjóri, sem var formaður dómnefndar, Anton Helgi Jónsson skáld og Sólveig Ásta Sigurðardóttir doktor í bókmenntafræði.
Ljóðið ber titilinn ,,Þannig hverfist ég, mamma mín, þannig hverfist ég" og óskar Skáld.is Draumeyju innilega til hamingju með verðlaunin og hér fyrir neðan má lesa verðlaunaljóðið (birt með leyfi höfundar):
ÞANNIG HVERFIST ÉGÞað er kjarni og það er yfirborðþað er rót og það er birtingarmyndÉg heyri þegar þú segir vinkonum þínum sögurnar af þvíþegar ég kom heim úr skólanum á öðru stígvélinu í kafaldsbylán þess að taka eftir því sjálfur og hvernig ég gat leikið mérfram að háttatíma með húfu á höfði án þess að finna fyrir henni,hvernig ég dunda mér alla daga og byggi þúsund kubba Legóveröldog teikna fjórtán síðna myndaseríu með tæknilegum smáatriðumeinn og sjálfur og bý til brúðuleikhús og leik Unga litla og Krúsa bangsaog Rauðnef rebbastrák og Tígra og allar kisurnar og er alsælleinn inni í herbergi, dag eftir dag, ár eftir ár, sjálfum mér svo nógursem alls ekki er öllum gefið og er svo góður eiginleiki að búa aðfyrir fullorðinsárin. Ég heyri það allt.Og það, mamma mín, er yfirborðið, mynd þín af mér.En kjarninn er sá að einmitt þannig hverfist ég og mun alla tíð gera,til einveru en ekki samskipta,til karakteranna í leikhúsinu mínu en ekki áhorfendanna,til teiknimyndanna minna en ekki hugsanlegra lesenda,því í minni veröld eru þeir ekki til, eða í besta falli óþarfir.Og þess vegna á ég bara bros handa þér þegar þú kemur,bros þegar þú hringir og spyrð hvort ég fari ekki að koma,bros því ég á engin orð til að segja þér það sem ég finn inni í méren get hvorki né vil breyta,að ég þarfnast þín ekki þótt þú þarfnist mín.Bara einlægt bros, mamma mín, því ég kann ekkert annaðeinlægt, því þannig hverfist ég.