UM AUÐI HARALDS - eftir Auði Jóns
Í vikunni var sýndur þáttur um einn okkar skemmtilegasta rithöfund, Auði Haralds. Þátturinn er samnefndur henni og er handrit og umsjón í höndum nöfnu hennar Auðar Jónsdóttur.
Auður Haralds er ekki aðeins skemmtilegur rithöfundur heldur einnig flugbeittur penni. Það er óhætt að segja að hún hafi brotið blað í bókmenntasögunni á sínum tíma með því að fjalla á opinskáan hátt um viðkvæm efni en fyrsta verk hennar, og með þeim þekktari, er Hvunndagshetjan sem kom út árið 1979. Fleiri konur létu að sér kveða á þessum tíma á afar karllægum rifhöfundavelli og þar á meðal var Magnea J. Matthíasdóttir. Þær Auður lýsa því hvernig þær þurftu að þola stanslaust áreiti og jafnvel ofbeldi vegna skrifa sinna - og fyrir það eitt að vera konur.
Þáttinn um Auði Haralds má nálgast hér, í spilaranum á Rúv.