SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir12. maí 2023

LILJA ER BÆJARLISTAMAÐUR KÓPAVOGS 2023

Lilja Sigurðardóttir er Bæjalistamaður Kópavogs 2023. Hún er verðlaunaður glæpasagnahöfundur og leikskáld, fædd 2. mars 1972.
 
Lilja sagði af þessu tilefni: „Ég er hrærð og þakklát fyrir að vera útnefnd Bæjarlistamaður Kópavogs. Sem fyrsti rithöfundurinn sem ber þennan heiðurstitil finn ég til ábyrgðarinnar sem honum fylgir. Í veröld þar sem lestur fer dalandi er öll áhersla á hið ritaða orð til góðs og er ætlun mín að nýta stöðu mína sem bæjarlistamaður til þess að vekja athygli á gildi glæpasögunnar og hlutverki hennar í yndislestri landsmanna svo og félagslegri rýni. Ég hlakka til að hefja þessa vegferð þar sem tungumálinu og sagnaskáldskap verður fagnað á fjölbreyttan máta í gefandi samstarfi við íbúa Kópavogs.“
 
Til hamingju með þennan heiðurstitil, Lilja Sigurðardóttir
 
Ljósm: Forlagið

Tengt efni