SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir25. júní 2023

SPENNANDI SKÁLDKONUHITTINGUR FRAMUNDAN

Næstkomandi miðvikudag, 28. júní, verða pallborðsumræður skáldkvenna frá Kanada og Íslandi. Viðburðurinn ber yfirskriftina Women of the Norh: Emerging from the impostor syndrome og fer hann fram í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands.

Skáldkonur frá Kanada og skáldkonur frá Íslandi munu ræða saman um stöðu kvenna sem starfa við skáldskap. Frá Kanada koma Nancy R Lange, Isabelle Montpetit og Vicky Bernard. Frá Íslandi koma Alda Björk Valdimarsdóttir, Eva Rún Snorradóttir, Sigurbjörg Þrastardóttir og Halla Þórlaug Óskarsdóttir.

Skáldkonurnar lesa úr eigin ljóðum og verkum annarra skáldkvenna sem hafa haft áhrif á þær. Í kjölfarið munu kanadísku skáldkonurnar flytja erindi og boðið verður upp á samræður. 

Viðburðurinn stendur frá 14-17. Dagskrá má nálgast hér.