Steinunn Inga Óttarsdóttir∙20. ágúst 2023
AF ERLENDUM UPPRUNA
Sjónarhornið í innflytjendabókmenntum er gjarnan hjá þeim sem teljast utanaðkomandi,
jafnvel jaðarsettir, og búa yfir öðruvísi reynslu og hugmyndum. Þær veita innsýn inn í veruleika
sem er kunnuglegur en um leið framandi. Gildi þeirra ætti því að vera augljóst ef áhugi er fyrir því
að skilja margbrotin samfélög samtímans og fjölbreytta mannlega reynslu, skilja aðra og okkur sjálf.
Natasha S er ritstjóri ljóðaúrvals eftimmtán skáld af erlendum uppruna sem út kom 2021. Í formála segir hún:
„Við erum til og við erum mörg. Það er eftirspurn eftir okkar skáldskap og hér er svarið. Þetta er einskonar fæðing innflytjendabókmennta á Íslandi og ég vona að henni fylgi margar bækur, í margar kynslóðir, um ókomna tíð.“
Skáld.is átti spjall við Natöshu þegar ljóðaúrvalið Pólífónía af erlendum uppruna kom út, m.a. um innflytjendabókmenntir og fæðingu þeirra á Íslandi.