SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Natasha S.

Natasha S er fædd í Rússlandi árið 1987.

Natasha flutti til Íslands árið 2012. Hún er menntuð í blaðamennsku og hefur skrifað greinar í lausamennsku um nýja heimaland sitt .

Árið 2016 útskrifaðist hún frá Háskóla Íslands með BA-gráði í íslensku sem annað mál og með sænsku sem aukagrein.

Natasha S. hefur þýtt íslensk skáldverk á rússnesku, nú síðast Kviku eftir Þóru Hjörleifsdóttur. Hún ritstýrði safnriti ljóða  skálda af erlendum uppruna, sem nefnist Pólífónía af erlendum uppruna, og var auk þess einn höfunda þess. Þá er hún annar tveggja ritstjóra að greinarsafni sem Bókmenntaborgin í Reykjavík gefur út á næsta ári.

Fyrsta ljóðabók Natöshu er Máltaka á stríðstímum en fyrir hana hlaut hún bókmenntverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2022.

Tvö ljóð eftir Natöshu eru birt í Tímariti Máls og menningar, 3. hefti 2022.

 


Ritaskrá

  • 2022  Máltaka á stríðstímum
  • 2021  Pólífónía af erlendum uppruna (ritstjóri og einn höfunda)

 

Verðlaun og viðurkenningar

  • 2022  Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir Máltöku á stríðstímum

 

Tengt efni