SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir 3. september 2023

VILBORG DAVÍÐSDÓTTIR Á AFMÆLI Í DAG

Vilborg Davíðsdóttir skáldkona og þjóðfræðingur á afmæli í dag. Hún fæddist á Þingeyri við Dýrafjörð árið 1965 en er búsett í Reykjavík. Vilborg hefur fyrir löngu síðan getið sér gott orð fyrir skáldsögur sínar en fyrsta bók hennar Við Urðarbrunn, kom út árið 1993 og árið eftir framhald hennar, Nornadómur. Sögurnar gerast um árið 900 og segja frá ambáttinni Korku. Þessar bækur nutu mikilla vinsælda og voru endurútgefnar undir titlinum Korku saga árið 2001.

Síðan hefur Vilborg sent frá sér fleiri verk af ýmsum toga. Hún hefur sérhæft sig í ritun sögulegra skáldsagna og hlotið mikið lof fyrir. Nýjasta bók Vilborgar er Undir Yggdrasil en hún kom út árið 2020 og var hún tilnefnd til Fjöruverðlauna. Lesa má umfjöllun um hana hér  og einnig er vert að benda á heimasíðu Vilborgar

 

 

Tengt efni