SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Soffía Auður Birgisdóttir 3. nóvember 2023

LÍFIÐ ER ÆVINTÝRI: VIGDÍSARÞING Í HANNESARHOLTI

 

Á morgun, laugardaginn 4. nóvember, verður blásið til þings í Hannesarholti í tilefni þess að Vigdís Grímsdóttir varð sjötug á árinu, sem og í tilefni útgáfu nýrrar bókar hennar sem nefnist ÆVINTÝRIÐ.

Eftir þingið verður opnuð málverkasýning Vigdísar sem nefnist SKÁLDKISUR Á STRIGA ÁN TITILS.

 

 

 

Í kynningu á Ævintýrinu segir:

 

Í heitasta landi heims skríða eðlur á veggjum, höfrungar leika listir sínar í sjónum og ljón standa á vegum. Þar búa vinirnir Drengur og Fiskur sem eru líkari en margan gæti grunað. Djúpvitur og hrífandi saga um óvænta vináttu, misskiptingu valds og auðs og fegurðina í óhugnaðinum; skrifuð af einstakri frásagnargleði og næmi fyrir mannlegu eðli.

 

 

Þingið hefst kl. 13 og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

 

Hér má sjá lista yfir þá sem taka til máls á þinginu, bæði í formi erinda og upplesturs úr verkum Vigdísar:

 

  • Ásta Björk Sveinbjörnsdóttir
  • Gerður Kristný
  • Jórunn Sigurðardóttir
  • Kristín Eiríksdóttir
  • Guðrún Steinþórsdóttir
  • Steinunn Gróa Sigurðardóttir
  • Kristín Ómarsdóttir
  • Hanna María Karlsdóttir og Ragnheiður Steindórsdóttir
  •  
  • Hlé
  •  
  • Olga Guðrún Árnadóttir
  • Bergljót Soffía Kristjánsdóttir
  • Hanna Óladóttir
  • Sigríður Halldórsdóttir
  • Hólmfríður Helga Sigurðardóttir
  • Kristrún Heimisdóttir
  • Sigurbjörg Þrastardóttir
  • Þóra Sigríður Ingólfsdóttir

 

 

Tengt efni