Soffía Auður Birgisdóttir∙15. janúar 2024
NÝ LJÓÐABÓK EFTIR DRAUMEYJU ARADÓTTUR
Draumey Aradóttir hefur sent frá sér nýja ljóðabók sem ber titilinn Einurð. Í kynningu útgefenda segir:
Einurð er sjöunda bók höfundar. Lesanda er hér boðið í ljóðför um hugarheim barns – og síðar fullorðins einstaklings – sem ávarpar móður sína allt frá þeim degi og þeirri nóttu sem eitt líf slokknar og annað kviknar. Þar sem form og formleysi mætast. Þar sem hughrif, kenndir og geðhrif móta einstaklinginn á viðkvæmasta skeiði hans – í móðurlífinu. Lokaljóð bókarinnar, sem er í senn meginstef og niðurstaða verksins, hlaut fyrstu verðlaun í árlegri ljóðasamkeppni Júlíönu – hátíð sögu og bóka 2023.
Titill bókarinnar kallast skemmtilega á við titil síðustu bókar Draumeyjar, Varurð, sem kom út 2022 en um hana má lesa ritdóm á Skáld.is