FJÖRUVERÐLAUNIN 2024
Í dag 7. mars 2024 hafa eftirfarandi höfundar og verk þeirra hlotið Fjöruverðlaunin í flokki fagurbókmennta, flokki fræðibóka og í flokki barna og ungmenna.
Kristín Ómarsdóttir – Móðurást: Oddný
Elsa E. Guðjónsson, Lilja Árnadóttir bjó til prentunar – Íslenskur refilsaumur fyrri alda
Margrét Tryggvadóttir – Íslensk myndlist og fólkið sem ruddi brautina
Í flokki fagurbókmennta er bókin Móðurást: Oddný eftir Kristínu Ómarsdóttur Soffía Auður Birgisdóttir hefur fjallað
um hana sjá; Skáld.is (skald.is)
Í flokki fræðibóka er bókin Íslenskur refilsaumur fyrri alda eftir Elsu E. Guðjónsson umsögn um bókina er að finna inn á vef Þjóðminjasafnsins. Þar segir m.a;Í verkinu eru lagðar fram áratugarannsóknir Elsu E. Guðjónsson textíl- og búningafræðings (1924-2010) á þeim fimmtán íslensku refilsaumsklæðum sem varðveist hafa. Í klæðunum er að finna einhver stórbrotnustu listaverk Íslendinga frá fyrri tímum og þau skipa sérstakan sess í alþjóðlegu samhengi.
Elsa skrifar af nákvæmni og alúð um feril, myndefni, tækni og sögulegt og listrænt samhengi hvers klæðis. Rannsóknir hennar eru einstakar í sinni röð og bókin, sem prýdd er hundruðum ljósmynda, ber þeim fagurt vitni.
Lilja Árnadóttir fyrrum sviðsstjóri á Þjóðminjasafni Íslands og samstarfskona Elsu til margra ára, lauk við verkið og bjó til prentunar. Sigrún Sigvaldadóttir hjá Hunangi hannaði bókina.
Í flokki barna og ungmenna er það bókin eftir Margréti Tryggvadóttir – Íslensk myndlist og fólkið sem ruddi brautina.
Hér er sagt frá nokkrum brautryðjendum sem lögðu grunn að íslenskri listasögu. Lögð er áhersla á að
kynna það fólk sem stundaði fyrst myndlist á Íslandi og lærði erlendis og eru hér aðeins fáir nefndir af þeim sem ruddu brautina. Margrét Tryggvadóttir, höfundur bókarinnar, hefur hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar fyrir bækur sínar. heimild: Bókatíðindi - Íslensk myndlist og fólkið sem ruddi brautina - Margrét Tryggvadóttir (bokatidindi.is)
SJá ennfremur umfjöllun um Margréti hér: Skáld.is (skald.is)
Skáld óskar höfundum innilega til hamingju með þessi verðlaun.