MANDLA KOMIN Í BÚÐIR
Nýjasta verk Hildar Knútsdóttur var að berast í búðir. Um ræðir nóvelluna Möndlu en þar er hún á kunnuglegum slóðum. Þau sem höfðu ánægju af Urðarhvarfi bíða sjálfsagt spennt eftir að fá þessa í hendur.
Í kynningu á bókinni segir:
Hurðin er stór og þykk og úr glansandi stáli, eins og dyr að bankahvelfingu. Krafs í kattarklóm ætti ekki að berast í gegnum hurðina en það gerir það samt. Krafsið verður hærra. Síðan heyrir hún mjálmað. Mjálmið breytist í lang - dregið væl sem rís og hnígur og bergmálar um stálveggina í líkhúsinu.
Þegar grindhoruð steingrá læða gerir sig heima - komna á hjúkrunarheimili tekur öldrunarlæknirinn Eva henni fagnandi. Hún veit að rannsóknir sýna að gæludýr hafa góð áhrif á vistmenn slíkra stofn - ana og berst fyrir því að kötturinn fái að vera um kyrrt. En fljótlega tekur hún eftir því að allir sem læðan Mandla tekur ástfóstri við látast skömmu síðar, jafnvel þótt þeir hafi áður verið við góða heilsu. Getur verið að kötturinn geti spáð fyrir um andlát fólks? Og verður Mandla bústnari og sældarlegri í hvert sinn sem heimilismaður er fluttur í líkhúsið?
Mandla er spennu[þ]rungin og úthugsuð hrollvekja sem sver sig í ætt við fyrri nóvellur Hildar Knútsdóttur. Myrkrið milli stjarnanna og Urðarhvarf.