SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir14. maí 2024

BRÁÐIN TILNEFND TIL GULLRÝTINGSINS

Ensk þýðing Victoria Cribb á spennusögunni Bráðinni eftir Yrsu Sigurðardóttur hefur ratað á lista yfir bækur sem þykja líklegar til að hljóta Gullrýtinginn í flokki þýddra glæpasagna. 

Bráðin kom út á Íslandi árið 2020 og hlaut Blóðdropann fyrir bestu glæpasöguna það árið. Sagan kom út í Bretlandi í fyrra í þýðingu Victoria Cribb og hlaut afar góðar móttökur. The Times valdi hana sem eina af bestu, þýddu glæpa­sög­um árs­ins og sömuleiðis valdi tímaritið, auk Guar­di­an og Sunday Times, hana sem eina af bestu glæpa­sög­unum sem komu út í nóv­em­ber það ár.

Auk Bráðinnar eru eftirfarandi bækur á stuttlistanum:

  • Red Queen eft­ir Juan Gó­mez-Jura­do frá Spáni
  • The Sins Of Our Fathers eft­ir Åsa Lars­son frá Svíþjóð
  • Nothing Is Lost eft­ir Cloé Mehdi frá Frakklandi
  • The Consultant eft­ir Im Seong-Sun frá Suður Kór­eu
  • My Husband eft­ir Maud Ventura frá Frakklandi

Tengt efni