Jóna Guðbjörg Torfadóttir∙14. maí 2024
BRÁÐIN TILNEFND TIL GULLRÝTINGSINS
Ensk þýðing Victoria Cribb á spennusögunni Bráðinni eftir Yrsu Sigurðardóttur hefur ratað á lista yfir bækur sem þykja líklegar til að hljóta Gullrýtinginn í flokki þýddra glæpasagna.
Bráðin kom út á Íslandi árið 2020 og hlaut Blóðdropann fyrir bestu glæpasöguna það árið. Sagan kom út í Bretlandi í fyrra í þýðingu Victoria Cribb og hlaut afar góðar móttökur. The Times valdi hana sem eina af bestu, þýddu glæpasögum ársins og sömuleiðis valdi tímaritið, auk Guardian og Sunday Times, hana sem eina af bestu glæpasögunum sem komu út í nóvember það ár.
Auk Bráðinnar eru eftirfarandi bækur á stuttlistanum:
- Red Queen eftir Juan Gómez-Jurado frá Spáni
- The Sins Of Our Fathers eftir Åsa Larsson frá Svíþjóð
- Nothing Is Lost eftir Cloé Mehdi frá Frakklandi
- The Consultant eftir Im Seong-Sun frá Suður Kóreu
- My Husband eftir Maud Ventura frá Frakklandi